Læsi

Kyrrðarrými í kennslustofunni

Mynd og verkefni þar sem nemendur útbúa og finna sér sitt eigið kyrrðarrými í kennslustofunni.

Tenging við menntastefnu Læsi
Gerð efnis Kveikjur, Verkefni
Markhópur Börn á grunnskólaaldri
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Lestur og bókmenntir, Læsi og samskipti, Ritun og málfræði, Sjálfsnám, Sköpun og menning, Styrkleikar
  • 👆 Smelltu á myndina til að sjá hana stærri 👆

    Hver og einn nemandi finnur hvernig honum gengur best að einbeita sér. Bakvið skjólvegg? Undir borði? Liggjandi á maganum? Öfugur í stólnum? Á teikningunni eru nokkrar hugmyndir sem er auðvelt að útbúa. Þegar allir hafa fundið sína einbeitingaraðstöðu er hægt að halda yndisstund. Þá velja nemendur eitt að þrennu sem gæti t.d. verið:

    1. Yndislestur (t.d. lesa í bók eða dagblaðið í dag)
    2. Yndisskrif (t.d. skrifa bréf til þín eftir 30 ár eða ljóð til stólsins sem þú situr á)
    3. Yndisteikning (t.d. teikna kennslustofuna frá þínu sjónarhorni). Á meðan er hægt að nota skjávarpann sem arineld eða fiskabúr eða spila fuglasöng í hátölurum.
Scroll to Top