Starfsfólk

Fjölmenning og inngilding í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Á vefsíðu Æskulýðsvettvangsins má finna verkfæri fyrir þau sem vinna með börnum og unglingum til að vinna með fjölmenningu á inngildandi hátt. Á vefsíðunni má finna ýmis verkfæri eins og hugtakasafn, gátlista og viðbragðsáætlun við fordómum, kynþáttaníði og mismunun.

Virkir foreldrar

Stutt myndbönd sem koma á framfæri þeim skilaboðum að virkni foreldra skiptir máli. Myndböndin fjalla um verndandi þætti og mikilvægi foreldra í því sambandi. Fjallað er um þætti eins og tengsl og samveru foreldra og barna, mikilvægi svefns, þátttöku í skipulögðu frístundastarfi, skjátíma, foreldrarölt og fleira.

Handbók um skólaráð fyrir skólaráð

Skýrt er frá því hvert hlutverk skólaráðs er og bent á hagnýtar leiðir sem skólaráðið getur haft til hliðsjónar í störfum sínum. Hér er að finna leiðbeiningar.

Hrekkjavökubúningar

Vöndum valið þegar við veljum grímubúning. Hér má finna útskýringar á hvað ber að hafa í huga við val á grímubúningum. Skjalið var tekið saman af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og ætlað bæði fyrir foreldra og starfsfólks.

Vinnusmiðjur fyrir fulltrúa í ráðum grunnskóla og félagsmiðstöðva

Veturinn 2022-2023 voru haldnar fjórar vinnusmiðjur fyrir fulltrúa í skólaráðum, nemendaráðum og unglingaráðum í Breiðholti en kallað hafði verið eftir fræðslu og auknu samstarfi þeirra á milli. Könnun var lögð fyrir þátttakendur í smiðjunum og það kom í ljós að 74% þeirra fannst smiðjurnar „frábærar“en 26% merktu við „veit ekki“. Engum fannst smiðjurnar vera gagnslausar. …

Vinnusmiðjur fyrir fulltrúa í ráðum grunnskóla og félagsmiðstöðva Read More »

Söguteningakast

Leikur til að búa til sögu með teningum. Hægt að nýta sem einstaklingsverkefni eða hópverkefni. Hér eru myndrænar leiðbeiningar, teningar með myndum og orðum til að prenta út ásamt myndum og orðin tengd þeim af teningum sem er hægt að kaupa í Tiger. Þetta verkfæri var sent inn af Lilju Mörtu Jökulsdóttur, forstöðukonu í frístundaheimilinu …

Söguteningakast Read More »

Málþroski ungra barna – snemmtæk íhlutun

Fyrirlestur talmeinafræðinga HTÍ um snemmtæka íhlutun í málþroska ungra barna og samstarf HTÍ og Ung-og smábarnaverndar heilsugæslunnar. Fjallað um málþroska 0-18 mánaða barna og atriði sem eru vísbendingar um að börn þurfi stuðning í málþroska. Einnig er samstarf heilsugæslunnar og talmeinafræðinga á HTÍ skýrt.

Menningarmót

Á Menningarmótum fá nemendur tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu í hvetjandi umhverfi. Ekki er endilega um að ræða þjóðarmenningu eða upprunamenningu einstaklinga heldur er markmiðið að hver og einn varpi ljósi á það sem skiptir hann mestu máli eða vekur áhuga hans. Í þessu myndbandi er sýnt frá menningarmóti í 5. bekk í …

Menningarmót Read More »

Scroll to Top
Scroll to Top