Alþjóðasamstarf og styrkir

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur markað sér þá stefnu að vera leiðandi í þátttöku í alþjóðasamstarfi á sviði mennta- og æskulýðsmála með því að styðja við virka  þátttöku grunnskóla, leikskóla og frístundamiðstöðva í evrópskum samstarfsverkefnum. Meðal þeirra aðgerða sem farið hefur verið í til að ná því markmiði er að ráða verkefnastjóra alþjóðasamstarfs og styrkja sem hefur það hlutverk að styðja við þátttöku í alþjóðasamstarfi. 

Starfsmenn og stjórnendur hjá Skóla- og frístundasviði eru hvattir til að hafa samband við Hjört Ágústsson, verkefnastjóra alþjóðasamstarfs og styrkja,  og leita aðstoðar við sókn í bæði innlenda og erlenda styrki. Hægt er að óska eftir aðstoð við mótun verkefna, vinnslu umsókna, umsýslu verkefna auk úrvinnslu og skýrslugerðar. 

Heildarstyrkir til alþjóðaverkefna í umsjón verkefnastjóra alþjóðasamstarfs og styrkja frá árinu 2019 eru 264.577.272 kr.

Heiti verkefnisStyrkveitandistyrkupphæðFramkvæmd
Leggjum höfuðið í bleyti í Lundi Erasmus+2.060.000 kr.2019 - Vor
Leiðtogar í upplýsingatækni - þekkingaröfl og miðlun Erasmus+4.139.760 kr.2019 - 2021
Framsýnir leikskólar - fjölbreytt þekking Erasmus+6.780.690 kr.2019 - 2020
Nýsköpun og nýir straumar - Starfsþróun fagfólks á skólasöfnum Erasmus+3.543.330 kr.2019 - 2020
Ungmennadáð - Samtal um ungmennaráðErasmus+880.000 kr.2019 - Haust
Samþætting á Innra og ytra mati í leikskólum, grunnskólum og frístundErasmus+3.457.320 kr.2019-2021
Þekkingarskólar í leiðsagnarnámi Erasmus+3.223.965 kr.2019 - Haust
Börn Og unglingar í Miðborg, Betri Aðstæður Erasmus+1.119.540 kr.2019 - Haust
Lund meets Reykjavik Erasmus+2.221.596 kr.2019 - Haust
Ofbeldisforvarnarskólinn - Kynbundið Ofbeldi - Erasmus+Erasmus+6.204.564 kr.2019 - 2021
Lærum af þeim bestu - þróun starfshátta í skólahljómsveitum í Reykjavík Erasmus+2.873.862 kr.2020 - 2022
Ungmennaráð - Flæði, gæði, flétturErasmus+5.220.948 kr.2020 - 2022
Vits er þörf þeim er víða ratar - Miðberg Erasmus+3.395.280 kr.2020 - Vor
Rafíþróttir í æskulýðsstarfi Erasmus+1.793.238 kr.2020 - 2022
Efling leiðsagnarnámsErasmus+4.607.025 kr.2021 - 2023
Margþætt starfþróun í MelaskólaErasmus+4.842.345 kr.2020 - 2023
Stillum saman strengi - Betra Breiðholt fyrir börnErasmus+12.995.865 kr.2020 - 2023
Fyllt á þekkingarbrunn leikskóla ReykjavíkurborgarErasmus+14.615.280 kr.2020 - 2023
Hólaborg, Engjaborg, Funaborg, Sunnufold Til evrópuErasmus+12.491.040 kr.2020 - 2021
Enhanced Tools For Creating Equal Opportunities In Education For Pupils With Disabilities - Croatia EEA grants9.440.000 kr.2020 - 2024
Establishment of Youth International Center Burgas, Bulgaria EEA grants10.479.910 kr 2020 - 2023
ABCDE - Artists and Botanical gardens - Creating and Developing Educational innovation Erasmus+ 38.914.547 kr.2021-2023
Aðild að Erasmus+ fyrir leikskóla- og grunnskóla- Skólaárið 2021-2022Erasmus+25.485.415 kr 2021-2022
Beyond #MeToo, Youthworkers, Young People and the wider community making a positive change around GBVErasmus+ 6.160.560 kr 2020-2022
Kvistaborg - Stronger Bonds to Improve School QualityErasmus+3.947.860 kr 2020-2023
Bjartahlíð - Tradition is a source of inspiration - from the region to EuropeErasmus+ 3.531.232 kr 2021-2022
Aðild að Erasmus+ fyrir leikskóla- og grunnskóla - Skólaárið 2022-2023Erasmus+ 21.024.000 kr 2022-2023
Aðild að Erasmus+ fyrir félagsmiðstöðvastarf - Skólaárið 2022-2023Erasmus+ 7.008.000 kr 2022-2023
Education is a relationship. Cooperation of Lublin and Reykjavik for education. EEA Grants2.550.000 kr. 2021-2023
Early Childhood Intervention Coalition - Croatia EEA Grants930.000 kr.2022-2023
No Traps: Integration and support of autistic children into regular schools - Czech Republic EEA Grants250.000 kr. 2021-2022
Together today, together tomorrow - local communities in support of improved early childhood education and care - Bulgaria EEA Grants2.625.000 kr. 2022-2023
Together today, together tomorrow - local communities in support of improved early childhood education and care - Bulgaria EEA Grants2.625.000 kr. 2022-2023
Aðild að Erasmus+ fyrir leikskóla- og grunnskóla- Skólaárið 2023-2024Erasmus+2023-202420.012.000 kr.
Aðild að Erasmus+ fyrir félagsmiðstöðvastarf - Skólaárið 2023-2024Erasmus+2023-202413.128.000 kr.
Aðild að Erasmus+ fyrir félagsmiðstöðvastarf - Skólaárið 2024-2025Erasmus+2023-202415.000.000 kr.

Early Childhood Intervention

Samtök um snemmtæka íhlutun í Króatíu (Croatian Association on Early Childhood Intervention) átti að frumkvæði að þessu verkefni og óskaði eftir samstarfi við skóla- og frístundasvið og Velferðasvið Reykjavíkur. Markmið verkefnisins er bæta snemmtæka íhlutun með því að samhæfa aðgerðir ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka. Fulltrúar borgarinnar fóru til Króatíu að kynna verkefnið Betri borg fyrir börn og þá sérstaklega m.t.t. hvernig unnið er með snemmtæka íhlutun leikskólabarna. Auk þeirrar ferðar hafa verið haldnar vef-vinnustofur fyrir fjölbreytta hópa fagfólks í Króatíu.

Samstarfsaðilar: Croatian Association on Early Childhood Intervention og Krapina-Zagorje-hérað í Króatíu

Styrkur: Heildarstyrkur verkefnisins er €85.000 en um 930.000 kr. hafa komið beint til Reykjavíkurborgar

Í þessu EEA grants verkefni eru 5 skólar í Lublin, ásamt skólaskrifstofu borgarinnar, að skoða þrjá þætti í sínu skólastari. Þeir eru (1)samskipti innan skóla og milli heimilis og skóla, (2) skólahúsnæði og (3) félagsfærni nemenda. Ásamt Skrifstofu Skóla- og frístundasviðs taka kennarar og stjórnendur úr Dalskóla og vesturbæjarskóla þátt í verkefninu og koma inn með sína sérþekkingu er varðar ofangreinda áhersluþætti. Í maí 2022 kom stór hópur kennara og skólastjórnenda frá Lublin  í námheimsókn til Reykjavíkur og í mars 2023 taka þátttakendur frá Reykjavíkurborg þátt í ráðstefnu fyrir kennara frá Lublin.

https://lublin.eu/en/lublin/international-relations/education-is-a-relationship/

Samstarfsaðilar: Sveitarfélagið Lublin í Póllandi, Dalskóli og Vesturbæjarskóli

Styrkur: €17.430 – 2.550.000 kr.

ABCDE – Artists and Botanical gardens – Creating and Developing Educational innovation

Þetta Erasmus+ þróunarverkefni snýr að því að þróa námsgögn á mörkum listkennslu og raungreinakennslu með aðkomu fjölbreyttra sérfræðinga. Allar niðurstöður verkefnisins ásamt nánari upplýsingum eru birtar á vef verkefnisins: http://abcde.reykjavik.is

Þátttakendur: Starfsfólk og vísinafólk á vegum grasagarða á Íslandi, Litháen og Írlandi, kennarar frá löndunum þremur og listakennarar innan vébanda InSEA alþjóðasamtaka listgreinakennara.  

Samstarfsaðilar: Skóla- og frístundasvið skipuleggur verkefnið í samvinnu við skóla, grasagarða og listafólk í Litháen og á Írlandi. Hjá Reykjavíkurborg taka Grasagarðar Reykjavíkur og Laugarnesskóli þátt í verkefninu. 

Styrkur: €259.690  – 36.600.000 kr.

Leiðtogar í upplýsingatækni – þekkingaröfl og miðlun

VEXAedu hópurinn lagði upp með að víkka út tengslanet sitt og kynnast hönnun, skipulagi og framkvæmd kennslu tengdri þeim fimm áhersluþáttum sem verkefnið snérist um 1. Hönnunarhugsun 2. Hönnun kennslurýma 3. Hönnun og forritun þjarka, örtölva og íhluta 4. Sýndar- og gagnaukinn veruleiki 5. Þrívíddarhönnun og prentun.

Farið var í tvær ferðir, aðra til Finnlands og Eistlands (04.11.19) og hina til Bretlands (20.03.22).

Í Finnlandi var m.a heimsóttur tækni- iðnskóli á grunnskólastigi, í Eistlandi tækni- sköpunarsmiðjan Mektory sem er rekin af Tallin háskóla.

Í Bretlandi var heimsótt skólaskrifstofa The City of London Corporation, Fabrication Laboratory of Westminster University og farið í frábæra skólaheimsókn í School 21 auk þess sem að ráðstefnan/sölusýningin BETT sem snýr að tækni í skólastarfi var heimsótt þar sem hún er með mjög beina tengingu við áhersluþætti verkefnisins.

Þátttakendur: Þátttakendur í verkefninu tilheyra VEXAedu hópnum og eru sérfræðingar á sviði upplýsingatækni í skólastarfi. 
Samstarfsaðilar: Grunnskóli Snæfellsbæjar, Selásskóli, Hafnarfjörður og Garðaskóli. 
Styrkur:
€29.220  – 4.139.760 kr. 

Rafíþróttir í æskulýðsstarfi

Í þessu verkefni mun hópur 16 starfsmanna í frístundamiðstöðvum og félagsmiðstöðvum frá Reykjavíkurborg hitta finnska sérfræðinga í stafrænu æskulýðsstarfi og heimsækja félagsmiðstöðvar og æskulýðsstarfsfólk í Helsinki til að komast að því hvernig þau hafa unnið með rafíþróttir í æskulýðsstarfi. Gert er ráð fyrir að fara í ferðina í október 2020.

Þátttakendur: Íslensku þátttakendurnir eru æskulýðsstarfsmenn frá öllum 5 hverfunum í Reykjavík auk sérfræðinga frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.
Samstarfsaðilar: Verke,  sérfræði-miðstöð  um stafrænt æskulýðsstarf
Styrkur:
€12.718  – 1.750.000 kr. 

BOMBA – Börn Og unglingar í Miðborg, Betri Aðstæður

Verkefnið fól í sér ferð 12 starfsmanna frá Reykjavíkurborgar í September 2019 til Angered hverfisins í Gautaborg. Markmið verkefnisins var að kynnast götu- og leitarstarfi með ungu fólki og til sækja þekkingu sem hægt er að nýta til að bæta stefnumótun borgarinnar þegar kmeur að sýnilegu starfi fyrir og með ungu fólki. Sérstaklega var horft til hvernig æskulýðsstarfsmenn geta verið sýnilegir þegar haldnir eru stórir viðburðir í borginni til að auka öryggi ungs fólks.Hópmynd af þátttakendum í námsferð til Gautaborgar

þátttakendur: Íslenskir þátttakendur í verkenfinu voru 12 talsins og komu þeir frá Skóla- og frístundasviði, Velferðarsviði, Umhverfis- og samgöngusviði, Menningar- og ferðamálasviði og skrifstofu borgarstjóra. Auk þeirra tóku 2 fulltrúar frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þátt í verkefninu.
Samstarfsaðilar: Gautaborg
Styrkur: €7.940  –  1.090.000 kr.

Þekkingarskólar í leiðsagnarnámi

Markmið verkefnisins var að auka gæði náms svo allir nemendur nái eins góðum framförum og kostur er. Með framkvæmd verkefnisins var ætlunin að auka fagþekkingu stjórnenda og lykilstarfsmanna í fjórum þekkingarskólum í hugmyndafræði og framkvæmd leiðsagnarnáms svo að þeir verði betur í stakk búnir að taka að sér leiðtogahlutverk og í framhaldinu styðja við grunnskóla í borginni. Heimsókn í 4 grunnskóla í London veitti staðfestingu á því að leiðsagnarnám getur skilað miklum árangri og veitti ómetnanlegt vegnanesti.

þátttakendur:  Þátttakendur frá Reykjavíkurborg í verkefninu voru 18 talsins og komu þeir frá Hlíðaskóla, Kelduskóla, Dalskóla, Hamraskóla og skrifstofu Skóla- og frístundasviðs. 
Samstarfsaðilar: Ardleigh Green Junior School auk þriggja annarra skóla í London.
Styrkur: €22,865  –  3.230.000 kr. 

Framsýnir leikskólar – fjölbreytt þekking

Grunnhugmyndin að baki þessa verkefnis var að auka aðgengi stjórnenda og starfsmanna á leikskólum Reykjavíkurborgar að starfsþróun í Evrópu. Leikskólarnir sem tóku þátt í verkefninu sendu starfsmenn sína á fjölbreytt námskeið í Evrópu. Hluti verkefnisins fól í sér styrk fyrir hóp starfsfólks og stjórnenda leikskóla til að heimsækja leikskóla í Stokkhólmi til að kynnast því hvernig unnið er með barnasáttmálann og virka lýðræðislega þátttöku barna í öllu leikskólastarfi

þátttakendur:  Þátttakendur frá Reykjavíkurborg í verkefninu voru 30 talsins og komu þeir frá Múlaborg, Kvistaborg, Austurborg, Grandaborg, Geislabaug og skrifstofu Skóla- og frístundasviðs. 
Samstarfsaðilar:  Erasmus+ námskeiðshaldarar í Hollandi, Ítalíu og Bretlandi auk ráðst
Styrkur: €48.090  –  6.780.690 kr.

Nýsköpun og nýir straumar – Starfsþróun fagfólks á

skólasöfnum

Verkefnið fól í sér tvær ferðir starfsmanna á skólasöfnum í 6 grunnskólum. Í fyrri ferðinni var farið á alþjóðlega ráðstefnu bókasafnsfræðinga á skólabókasöfnum sem haldin var í Króatíu í október 2019. Seinni ferðin, haustið 2020, var námsheimsókn til Stokkhólms þar sem heimsótt voru fyrirmyndar skólabókasöfn til að kynna sér nýjustu stefnur og strauma.þátttakendur:  Þátttakendur frá Reykjavíkurborg í verkefninu voru 13 talsins og komu þeir frá Selásskóla, Fossvogsskóla, Foldaskóla, Háteigsskóla, Háaleitisskóla, Austurbæjarskóla og skrifstofu Skóla- og frístundasviðs. 
Samstarfsaðilar:  Alþjóðasamtök skólabókasafna og VRS Vasastan og Glömtaskolen í Stokkhólmi.
Stykur: €25.130  –  3.543.330 kr. 

Lund meets Reykjavik

Verkefnið fól í sér heimsókn æskulýðsstarfsmanna frá Lundi í Svíþjóð til Reykjavíkurborgar. Markmiðið var að kynnast fjölbreyttu æskulýðsstarfi í Reykjavíkurborg með áherslu á að skiptast á reynslu af því að vinna með ungu fólki sem býr við færri tækifæri.  Hópurinn heimsótti Frístundamiðstöðvarnar Tjörnina og Miðberg þar sem haldnar voru vinnusmiðjur með starfsmönnum félagsmiðstöðva í borginni. Auk þeirra hittu þau fjölda annarra æskulýðsstarfsmanna í borginni ásamt því að kynna starfsemi sína í Lundi fyrir áhugasömum á lokaráðstefnu verkefnisins.   þátttakendur:  Þátttakendur frá Reykjavíkurborg í verkefninu voru um 50 talsins en 13 starfsmenn frá Lundi komu til Reykjavíkur sem hluti af verkefninu.
Samstarfsaðilar:  Fritid Centrum, Lunds kommun
Styrkur: €15.756  –  2.221.596 kr.

Leggjum höfuðið í bleyti í Lundi

Í febrúar 2019 fór 17 manna hópur frá Reykjavíkurborg í 4 daga ferð til Lundar og Malmö í Svíþjóð. Í ferðinni kynnti hópurinn sér frístunda og félagsmiðstöðvastarf Í Lundi og Malmö almennt og kynnti sér sérstaklega starfsemi fyrir fatlaða unglina. Þau kynntu einnig starfsemi sértækra félagsmiðstöðva og vakti ferðin mikla lukku.þátttakendur:  Hópurinn samanstóð af lykilstarfsfólki frá öllum sértækum félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar auk deildarstjóra unglingastarfs frá frístundamiðstöðvum borgarinnar.
Samstarfsaðilar:  Fritid Centrum, Lunds kommun auk Arena 305 og Tegelhuset í Malmö. 
Stykur: €14,940  –  2.060.000 kr.

Lærum af þeim bestu – þróun starfshátta í skólahljómsveitum í Reykjavík

Markmið verkefnisins var að kynnast gæðum í starfi Sant Andreu Jazz Band og hvernig þeim er náð með sérstöku tilliti til þess hvernig aðferðum er beitt í hópkennslu og hljómsveitarstarfi. Til að ná fram þeim markmiði var farið í mjög skemmtilega og lærdómsríka ferð til Barcelona í febrúar 2020 til að kynnast starfseminni auk þess sem fyrirhugað er að bjóða Joan Chamorro stjórnanda Sant Andreu Jazz Band að halda tveggja daga námskeið fyrir starfsmenn skólahljómsveita í Reykjavík haustið 2020.þátttakendur:  17 stjórnendur og starfsmenn úr öllum skólahljómsveitum borgarinnar tóku þátt í ferðinni til Spánar og gert er ráð fyrir 40 þátttakendum frá skólahljómsveitunum á námskeiðinu á Íslandi.
Samstarfsaðilar: Associacio Sant Andreu Jazz Band, Barcelona 
Styrkur: €20.382  –  2.873.862 kr.

Vits er þörf þeim er víða ratar – Miðberg

Aðalmarkmið verkefnisins var að efla þekkingu starfsmannahópsins í unglingastarfi í Frístundamiðstöðinni Miðbergi á vinnu með börn og unglinga með fötlun og þeim sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Farið var í þriggja daga ferð til Tallinn í Eistlandi í febrúar 2020. Þar fengu þau nokkra fyrirlestara og kynningar um öll málefni og fóru í vettvangsheimsóknir í félagsmiðstöðvar, “hobby schools” og skóla sem þekktir eru fyrir að tengja vel saman formlegt og óformlegt nám.þátttakendur:  Í heildina voru 47 þátttakendur í verkefninu. Þeir voru 32 starfsmenn í unglingastarfi í Miðbergi auk 15 starfsmanna úr æskulýðsgeiranum í Eistlandi.
Samstarfsaðilar:  Esti ank – Samtök félagsmiðstöðva í Eistlandi
Stykur: €24,080  –  3.395.280 kr.

Scroll to Top