Vefsvæði

Leiklist í kennslu – Handbók fyrir kennara

Á vef Menntamálastofnunar er að finna Leiklist í kennslu – handbók fyrir kennara á rafbókarformi. Þessi bók fjallar um leiklist sem kennsluaðferð. Henni er ætlað að vera hjálpartæki fyrir kennara við sköpun aðstæðna þar sem nemendur fá tækifæri til að skapa, túlka og tjá eigin hugmyndir og annara. Leiklist í kennslu stuðlar að sjálfstæði nemenda. […]

Leiklist í kennslu – Handbók fyrir kennara Read More »

Netumferðaskólinn

Netumferðarskólinn er samstarfsverkefni Persónuverndar og Fjölmiðlanefndar og miðar að því að efla fræðslu um persónuvernd, miðlalæsi og netöryggi barna í stafrænni tilveru. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið styrkti verkefnið sem var tilkynnt á alþjóðlega netöryggisdeginum 2023 og er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í netöryggi 2022-2027. Netumferðarskólinn er ætlaður börnum í 4.-7. bekk ásamt fræðslu fyrir kennara og foreldra þeirra. Fræðsluerindin eru blanda af fyrirlestri, hópverkefni og samtali við börnin þar sem áherslan er á vitundarvakningu, hugtakaskilning og valdeflingu. 

Netumferðaskólinn Read More »

Scroll to Top