Einhverfa – fræðsluefni
Á vef Einhverfusamtakanna er margvíslegt fræðsluefni um einhverfu og einhverfurófið. Þar má m.a. finna myndbönd, greinar og upptökur frá málþingum.
Einhverfa – fræðsluefni Read More »
Á vef Einhverfusamtakanna er margvíslegt fræðsluefni um einhverfu og einhverfurófið. Þar má m.a. finna myndbönd, greinar og upptökur frá málþingum.
Einhverfa – fræðsluefni Read More »
Tungumálatorg, verkfærakista vegna íslensku sem annars máls. Safn verkefna og gagnlegra hluta sem nýtist í vinnu með fjöltyngdum börnum. Efninu var safnað saman á starfsdögum kennara í íslensku sem öðru tungumáli sem haldnir voru af Huldu Karen Daníelsdóttur.
Íslenska sem annað tungumál, verkfæri Read More »
Á vefsíðunni ÖtilA eru margvíslegar upplýsingar um hinsegin og kynsegin málefni, s.s. um kynvitund, kynhneigð, kyntjáningu og fl. Vefsíðan býður upp á leit þar sem hægt er að kynna sér hinsegin hugtök og fá nánari útskýringar.
Ö til A – Vefsíða um hinsegin málefni Read More »
Á vefsíðu 112 er að finna gott fræðsluefni fyrir fullorðna til að vera styðjandi við börn sem hafa orðið fyrir áföllum. Hér er að neðan finna efni sem ætlað er samfélagsmiðlum en má nota og styðjast við til að vinna með börnum sem upplifa vanlíðan eða hafa orðið fyrir áföllum. Efnið kemur frá Ríkislögreglustjóra. Efnið
Efni um áföll fyrir fullorðna til að styðja börn í gegnum áfall Read More »
Á vef Þjóðminjasafns Íslands er að finna mjög skemmtilega fræðslupakka. Þar er einnig hægt að bóka heimsóknir fyrir leik- og grunnskólahópa og hópa úr frístundastarfi.
Þjóðminjasafnið – Skapandi samstarf við söfn Read More »
Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem finna má á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Markmiðið með Skráargatinu er að neytendur geti á einfaldan hátt valið hollari matvöru.
Skráargatið – bæklingur Read More »
ADHD samtökin hafa gefið út einstaklega nytsamlegan bækling sem útskýrir ADHD. Markmið ADHD samtakanna er að börn og fullorðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu og fái þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun þeirra, möguleikum í námi og starfi og almennt bættum lífsgæðum.
Árið 2023 gaf Miðstöð menntunar og skólaþjónustu út bókina Orð eru ævintýri í samvinnu við Miðju máls og læsis hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, leikskólana Laugasól og Blásalir, Austurbæjarskóla og námsbrautar í talmeinafræði við Háskóla Íslands. Um er að ræða rafbók, hugmyndabanka fyrir leik- og grunnskóla, tungumálavef og mynda- og orðaspjöld. Allt nýtist þetta gífurlega
Vefsíða Samgöngustofu með námsefni um umferðaröryggi fyrir allan aldur. Markmið síðunnar er að einfalda kennurum á öllum skólastigum að kenna umferðarfræðslu. Nú hefur síðan verið einfölduð og gerð þægilegri í notkun.
Vefsíða Samgöngustofu – Námsefni um umferðaröryggi Read More »
„Ég veit“ er opinn námsefnisvefur um ofbeldi, misnotkun, einelti og réttindi barna. Efnið er unnið samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. „Ég veit“ er upphaflega þróað af Salaby í Noregi í samstarfi við Barnaheill, að beiðni Barna-, unglinga- og fjölskyldustofu þar í landi. Efnið var þýtt og staðfært á Íslandi 2023 í samstarfi Menntamálastofnunar, Barna-
,,Ég veit” – opinn námsvefur um ofbeldi, misnotkun, einelti og réttindi barna. Read More »