Sjálfsefling

Vefurinn Náttúra Reykjavíkur

Vefur þar sem fjallað er um ýmislegt út frá jarðfræði, líffræði og landafræði. Sagt er frá landslagi, þróun byggðar, ólíkum búsvæðum, náttúruvernd og áhugaverðum stöðum í landi Reykjavíkur. Á vefnum eru einnig fjölbreytt verkefni. Náttúra Reykjavíkur er mjög merkileg. Fáar borgir heimsins geta státað af öðru eins: villtum fuglum á tjörn, jökulsorfnum klöppum, laxveiðiá, ósnortnum […]

Vefurinn Náttúra Reykjavíkur Read More »

U-LYNC ráðstefnan

Ráðstefnan U-LYNC var haldin í Reykjavík september 2024. Áttatíu ungmenni úr tíu borgum á Norðurlöndunum tóku þátt í ráðstefnunni og komu saman til þess að ræða málefni sem skipta þau máli. Þar ræddu þau bæði áhyggjur sínar og mögulegar lausnir sem þau vildu koma á framfæri við þau sem stjórna. Ungmennin lögðu meðal annars áherslu á inngildingu og að tryggja að hlustað sé á ungt fólk. Hér getur þú séð hvernig ráðstefnan fór fram og hugmyndir ungmennanna um þemun fimm sem þau völdu að fjalla um. Á MenntaRÚV er að finna þætti sem Rúv gerði um ráðstefnuna.

U-LYNC ráðstefnan Read More »

Gleðiskruddan – Vefur og verkfæri

Á vef Gleðiskruddunnar er að finna mörg nytsamleg verkfæri. Vefurinn er lokaverkefni þeirra Yrju Kristinsdóttur og Marit Davíðsdóttur í diplómanámi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði vorið 2020. Á vefnum er að finna fróðleik um jákvæða sálfræði, verkfæri til notkunar, hægt að bóka námskeið eða fyrirlestra og varning sem þær hafa búið til sem hægt er

Gleðiskruddan – Vefur og verkfæri Read More »

Forvarnarefni gegn nikótínpúðum

Vefurinn www.otholandi.is hefur að geyma fræðslu og ráð gegn nikótínpúðanotkun fyrir foreldra og ungmenni og gæti einnig nýst vel í forvarnarvinnu grunnskóla og félagsmiðstöðva. Fræðsluefnið er unnið af Embætti landlæknis. Vefurinn skiptist í ,,Viltu fæðslu og ráð um nikótínpúðanotkun ungmennis þínu lífi?” fyrir foreldra og ,,Viltu vita meira um áhrif nikótínpúða eða fá hjálp við

Forvarnarefni gegn nikótínpúðum Read More »

Handbók fyrir leiklistarkennslu

Bókin Leikur, tjáning, sköpun er ætluð þeim sem leggja leiklistarkennslu fyrir sig. Hún nýtist bæði sem handbók og hugmyndabanki í kennslunni. Þungamiðja bókarinnar er skipulag kennslu á unglingastigi. Þar er önninni skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er grunnur lagður og hugmynd að verki fæðist. Í miðhluta eru spunaæfingar og safnað í sarpinn fyrir sýningu. Í

Handbók fyrir leiklistarkennslu Read More »

Scroll to Top