Sjálfsefling

Ábyrgt og jákvætt samfélag á miðstigi

Á síðustu árum hefur umhverfi grunnskólanemenda orðið flóknara og samskipti milli barna breyst, stundum í neikvæða átt. Samstarfsaðilar þessa verkefnis hafa tekið eftir breytingu á félagsfærni nemenda sem er í samræmi við niðurstöður rannsókna á síðustu árum. í Hlíðaskóla og Háteigsskóla hafa starfsmenn skólanna og frístundastarfsins orðið varir við neikvæð samskipti milli barnanna sem brugðist hefur verið við með fræðslu og umræðum á kennslutíma. Foreldrar hafa einnig verið boðaðir á fundi þar sem samskipti innan tiltekinna áranga hafa verið rædd. Ráðgjafar Vesturmiðstöðvar hafa átt aðkomu í einstaka málum sem komið hafa upp. Lausnateymi skólanna sjá fjölgun í hópamálum barna á miðstigi grunnskólanna. Eftir fundi meðal starfsmanna þykir ljóst að nauðsynlegt er að fara í heildstæðari vinnu sem muni ná yfir lengra tímabil. Áskorunin felst í því að koma á inngildandi samfélagi þar sem nemendur fá tækifæri til að þroskast jákvætt félagslega og finna að þeir tilheyri hóp þar sem ríkir samkennd og einhugur. Mikilvægt er að vinna með heimilum, íþróttafélögum og félagsmiðstöðvum því við erum öll í sama liði við að skapa gott samfélag þar sem allir tilheyra.

Þátttakendur eru: Vesturmiðstöð, Hlíðaskóli, Háteigsskóli, félagsmiðstöðvarnar Gleðibankinn og 105 og íþróttafélagið Valur.

Verkefnastjóri er Guðrún B. Ragnarsdóttir.

Verkefnið hlaut 4.000.000 kr. styrk úr B-hluta þróunarsjóðar 2025-2026.

Tenging við menntastefnu Sjálfsefling
Starfsstaður Frístundastarf, Grunnskóli
Skólaár 2025-2026
Scroll to Top