Samstarfsverkefni Hagaskóla, Laugalækjarskóla, Frosta félagsmiðstöðvar og Kolbrúnar Þ. Pálsdóttur HÍ.
Markmiðið er einkum að rjúfa félagslega einangrun nemenda af erlendum uppruna á markvissan hátt og veita þeim stuðning í námi og félagslífi. Einnig að gefa íslenskum nemendum tækifæri til þess að kynnast þessum samnemendum sínum á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt og stuðla þannig að samfélagslegri þátttöku þeirra og vellíðan í skólanum.
Skólaárið 2019-2020 fékk verkefnið 2.000.000 kr. í styrk.