Sköpun

Austur-Vestur sköpunar og tæknismiðjur

Verkefnið er samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Vesturbæjarskóla, Selásskóla og Háskóla Íslands og snýst um sköpunar og tæknismiðjur í grunnskólastarfi.

Markmið verkefnisins er að beina athyglinni að aukinni þörf fyrir sköpun í skólastarfi, tengslum náms við samfélagið, breytingastarfi og því hvernig skólinn fer að því að mæta í verki ákalli um nútímalegt og uppbyggilegt skólastarf. Stefnt er að því auka víðsýni nemenda á fjölbreyttum tækifærum sem kunna að bíða þeirra og skapa vettvang fyrir nemendur til að prófa og takast á við margbreytileg viðfangsefni sem reyna á hæfni þeirra og hugvit.

Skólaárið 2019-2020 fékk verkefnið 5.000.000 kr. í styrk.
Skólaárið 2020-2021 fékk verkefnið 5.000.000 kr í styrk.
Skólaárið 2021-2022 fékk verkefnið 4.000.000 kr í styrk.

Tenging við menntastefnu Sköpun
Starfsstaður Grunnskóli
Skólaár 2019-2022
Viðfangsefni Sköpun, nýsköpun
Scroll to Top
Scroll to Top