Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling

Heildræn fræðslunálgun í félagsmiðstöðvastarfi

Markmið verkefnisins er að búa til stöðu fyrir verkefnastjóra fræðslumála sem hefði það hlutverk að halda utan um alla fræðslu frístundamiðstöðvarinnar. Í hverjum mánuði yfir skólaárið verður mismunandi fræðsluáhersla sem miðlað verður til barna- og unglinga ásamt starfsfólks og foreldra í hverfunum. Aukin áhersla verður lögð á að efla fræðslu til barna á miðstigi og foreldra 10-16 ára ungmenna í borgarhlutanum. En ásamt því mun verkefnastjóri skipuleggja og sjá um starfsdaga og fræðslur fyrir starfsfólk í samvinnu við deildarstjóra. Meðal afurða sem verkefnið leiðir af sér er miðlægur gagnabanki með því fræðsluefni sem til er úti á starfsstöðunum ásamt því fræðsluefni og gögnum sem verkefnið leiðir af sér. Verkefnið verður unnið í samstarfi við forstöðumenn félagsmiðstöðvana, deildarstjóra unglingastarfs, ráðgjafa frá Háskólanum, Grósku og foreldrafélög grunnskóla í borgarhlutanum.

Verkefnið er leitt af félagsmiðstöðinni Vígyn í samstarfi við frístundamiðstöðina Brúna, Fjörgyn, Sigyn, Fellið, Plútó, Fókus, Holtið, Ársel, Höllina, MHÍ og foreldrafélag Víkurskóla.

Verkefnastjóri er Helga Hjördís Lúðvíksdóttir.

Verkefnið hlaut 4.000.000 kr. styrk úr B-hluta þróunarsjóðar 2022-2023.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling
Starfsstaður Frístundastarf
Viðfangsefni Fagmennska og samstarf, sjálfsefling, læsi, heilbrigði og félagsfærni
Scroll to Top
Scroll to Top