Markmið verkefnisins er að efla fræðslu og vitund um hinsegin málefni meðal starfsfólks grunnskóla og félagsmiðstöðva í Grafarvogi. Einnig að efla fræðslu og vitund um hinsegin málefni meðal nemenda á unglingastigi og að vinna markvisst með hinsegin unglingum í hverfinu til að bæta geðheilsu þeirra, auka félagsfærni og styðja.
Í þessu samverkefni taka þátt Gufunesbær, Rimaskóli, Foldaskóli, Víkurskóli, Klébergsskóli, Húsaskóli, Engjaskóli, Hamraskóli, Borgarskóli, félagsmiðstöðvarnar Sigyn, Fjörgyn, Vígyn og Höllin og Háskóli Íslands.
Verkefnastjóri er Maríanna Wathne Kristjánsdóttir.
Skólaárið 2021-2022 fékk verkefnið 5.000.000 kr. í styrk úr B-hluta þróunarsjóðs.