Markmið verkefnisins er að bæta þjónustu við nemendur og veita þeim stuðning á grundvelli fyrirliggjandi gagna og þarfa. Áhersla er á að efla lausnaleit starfsmanna skóla, auka trú þeirra á eigin getu til að styðja við nemendur og að starfsfólk styðji hvert annað í að skapa nemendum námsumhverfi út frá stöðu þeirra og þörfum. Þá er miðað að markvissari aðkomu skólaþjónustu að málefnum nemenda eða nemendahópa. Verkefnið byggir á hugmyndum um stigskiptan stuðning í anda laga um farsæld barna.
Verkefnastjóri er Bára Birgisdóttir.
Verkefnið hlaut 4.000.000 kr. styrk úr B-hluta þróunarsjóðar 2022-2023.