Sjálfsefling

Innra mat í leikskóla í Austri – samtal og ígrundun

Markmið þessa eins árs verkefnis er að mynda lærdómssamfélag leikskólastjórnenda leikskóla sem tilheyra Austurmiðstöð með það fyrir augum að fræða þá og styrkja í að innleiða reglulegt, kerfisbundið innra mat á leikskólastarfi með þátttöku starfsmanna, barna og foreldra. Tilgangurinn er að skapa vettvang fyrir samtal um helstu þætti innra mats. Stjórnendur leikskólanna hafa unnið að gerð innra mats sem er gagnlegt að deila með öðrum stjórnendum, skiptast á skoðunum og ígrunda hvernig staðið er að innra mati í leikskólunum.

Áætlað er að skipuleggja sex mánaðarlega tveggja tíma fundi með stjórnendum þar sem fram fer fræðsla og umræða um skilgreinda verkþætti (1) matsteymi myndað og matsáætlun mótuð, (2) matsviðmið sett út frá stefnu leikskólans, (3) þátttakendur valdir með áherslu á þátttöku barna, (4) matsaðferðir valdar með áherslu á aðferðir sem henta ungum börnum, (5) framsetning niðurstaðna og kynning, (6) umbótaáætlun gerð og henni fylgt eftir. Á milli funda vinna stjórnendur verkefni með samstarfsfólki sem allir miða að því að móta kerfisbundið innra mat hvers leikskóla. Væntanlegur ávinningur fyrir börn í leikskólum er aukin aðkoma þeirra að innra mati leikskóla. Kennarar og annað starfsfólk kynnist margvíslegum aðferðum og leiðum til að nálgast sjónarmið barna og virkja áhrifamátt þeirra í daglegu starfi og leik.

Verkefnastjóri er Ingibjörg Kristleifsdóttir.

Verkefnið hlaut 4.000.000 kr. styrk úr B-hluta þróunarsjóðar 2022-2023.

Tenging við menntastefnu Sjálfsefling
Starfsstaður Leikskóli
Skólaár 2022-2023
Viðfangsefni Fagmennska og samstarf, virkni barna og þátttaka
  • Padlet veggur með viðmiðum um innra mat í leikskólum

     

    Made with Padlet

     

  • Lokaskýrsla verkefnisins

Scroll to Top