Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Lærdómssamfélag stærðfræðikennara undir leiðsögn stærðfræðileiðtoga

Meginmarkmið verkefnisins er að byggja upp lærdómssamfélag stærðfræðikennara í þátttökuskólunum. Mikilvægur hluti af því er að bjóða upp á námskeið fyrir leiðtoga til að leiða slíkt samfélag og að vinna efni fyrir kennara og nemendur sem skólar geta notað til að þróa kennsluhætti í stærðfræði. Áætlað er að halda fjögur vetrarlöng námskeið fyrir leiðtoga á miðstigi og yngsta stigi grunnskóla. Kennsluna munu kennarar á Menntavísindasviði HÍ annast að mestu, en grunnskólakennarar úr Reykjavík sem hafa tekið þátt í fyrri leiðtoganámskeiðunum koma að kennslunni.

Rannsakað verður hvernig leiðtogum vegnar og þeim veittur stuðningur. Tekin verða viðtöl við þátttakendur og safnað gögnum frá námskeiðsdögum. Þátttakendur munu skrifa skýrslu um verkefnið og kynna niðurstöður bæði á ráðstefnum og í rituðu máli. Stærsti hluti vinnunnar er þó að vinna efni á heimasíðu með námskeiðsgögnum sem allir kennarar geta nýtt sér í starfsþróun sem stærðfræðikennarar. Þar er lögð áhersla á að efla þekkingu á kennsluháttum sem fela í sér að nemendur vinna opin verkefni í hópum og ræða saman og við kennara um lausnaleiðir.  Markmiðið er því að skapa betri tækifæri fyrir nemendur til þess að efla þekkingu sína, félagsfærni og trú á eigin getu í stærðfræðinámi sínu.

Fossvogsskóli, Vesturbæjarskóli, Dalskóli og Kelduskóli vinna saman að verkefninu ásamt Menntavísindasviðis Háskóla Íslands.

Skólaárið 2020-2021 fékk verkefnið 5.000.000 kr. í styrk

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Starfsstaður Grunnskóli
Skólaár 2020-2021
Viðfangsefni Læsi, félagsfærni, sjálfsefling, sköpun
  • Ítarleg kynning á verkefninu tekin upp fyrir menntastefnumót maí 2021

Scroll to Top
Scroll to Top