Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Námssamfélag starfsmanna leikskóla undir leiðsögn stærðfræðileiðtoga

Meginmarkmið verkefnisins er að styrkja námssamfélag leikskólakennara og annarra starfsmanna í leikskólunum með það að leiðarljósi að þeir styrki sig sem fagmenn í að greina hugmyndir ungra barna um stærðfræði og læri að styðja við þær í leikskólanum. Til að það megi takast sem best ætla tveir fulltrúar úr hverjum leikskóla að sækja Menntafléttunámskeið haustið 2022 til vors 2023.

Fulltrúar tveggja leikskóla sækja námskeiðið Stærðfræðin í umhverfi barna og fulltrúar tveggja leikskóla sækja vefnámskeiðið Stærðfræðin í leik barna. Umræddir fulltrúar leikskólanna eru stærðfræðileiðtogar í sínum leikskólum og halda utan um verkefnið innan leikskólans með því að virkja samstarfsmenn í námssamfélagi þar sem rætt er um og unnið með stærðfræðinám ungra barna. Hlutverk háskólakennaranna er að styðja leiðtogana í sínu hlutverki við að efla námssamfélagið um stærðfræði í leikskólunum. Aðkoma þeirra byggir á heimsóknum í leikskólana, annars vegar til að vera með á fundum leiðtoga með samstarfsmönnum og hins vegar til að fylgjast með börnum að störfum. Einnig munu þeir veita leiðtogum ráðgjöf. Rannsakað verður hvernig leiðtogum vegnar og hvernig gengur að mynda námssamfélag. Rannsóknargögnum sem safnað verður eru fundargerðir, skráningar og myndbönd. Skrifuð verður skýrsla og niðurstöður kynntar. Hér gefst einstakt tækifæri til að fá háskólakennara til að styðja við starf leikskólanna í eigin starfsþróun.

Kvistaborg, Grandaborg og MHÍ taka þátt í verkefninu og munu tveir aðrir leikskóla bætast í hópinn.

Verkefnastjóri er Guðrún Gunnarsdóttir.

Verkefnið hlaut 4.000.000 kr. styrk úr B-hluta þróunarsjóðar 2022-2023.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Starfsstaður Leikskóli
Viðfangsefni Virkni barna og þátttaka, sjálfsefling, fagmennska og samstarf, sjálfsefling, félagsfærni, læsi.
Scroll to Top
Scroll to Top