Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

Öll í sama liði

Vanlíðan barna og unglinga hefur aukist síðustu ár samkvæmt niðurstöðum R&G. Fagfólk og aðrir sem starfa með börnum og unglingum hafa upplifað aukningu í slæmri orðræðu og óæskilega hegðun í barna og unglingahópum. Öll í sama liði er verkefni sem hefur það að markmiði að ýta undir jákvæð samskipti barna og unglinga, stuðla að því að börnum og unglingum líði vel í sínum jafningjahópi, stöðva óæskilega hegðun og talsmáta í barna- og unglingahópum ásamt því að samstilla alla þá sem starfa með börnum og unglingum ásamt foreldra í Laugardalnum með það að markmiðið að gera hverfið enn betra fyrir börnin og unglingana. Ávinningur þessa verkefnis er ætlað að auka vellíðan barna og unglinga í hverfinu ásamt því að auka samkennd, umburðalindi og félagsþroska þeirra.

Þátttakendur eru: Kringlumýri, grunnskólar, frístundaheimili og leikskólar í Laugarnes- og Langholtshverfi, félagsmiðstöðvar í Laugarnes- og Langholtshverfi, Skólahljómsveit Austurbæjar, Norðurmiðstöð, foreldrafélög og foreldraráð skólanna og leikskólanna, Íþróttafélagið Ármann og Íþróttafélagið Þróttur.

Verkefnastjóri er Haraldur Sigurðsson.

Verkefnið hlaut 4.000.000 kr. styrk úr B-hluta þróunarsjóðar 2022-2023.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Starfsstaður Frístundastarf, Grunnskóli, Leikskóli
Viðfangsefni Fagmennska og samstarf, sjálfsefling, heilbrigði og félagsfærni.
Scroll to Top
Scroll to Top