Orð eru til alls fyrst er samstarfsverkefni leik- og grunnskóla í Grafarholti. Verkefnið miðar að því að vinna í sameiningu að því að þróa vinnulag sem miðar að tjáningarríku umhverfi í öllum þáttum skólalífsins fyrir öll börn skólanna á öllum aldursstigum.
Orð eru til alls fyrst hefur það að marki að að nýta skimanir og niðurstöður ýmissa gagna til að mæta þörfum þeirra barna sem ná ekki að nýta sér hefðbundið málumhverfi skólanna. Við þá vinnu verður stuðst við talkennara og sérkennara til þess að setja saman hópa barna sem fá íhlutun í tiltekinn tíma. Talkennarar og sérkennarar vinna með og fræða kennara og starfsfólk svo íhlutunin verði marksækin fyrir tiltekin markmið í tilteknum barnahópum.
Skólaárið 2020-2021 fékk verkefnið 4.500.000 kr. í styrk.