Samstarfsverkefni frístundamiðstöðvarinnar Ársels,íþróttafélagsins Fylkis, þjónustumiðstöðvar Árbæjar og grunnskólanna í Árbæ, Grafarholti, Norðlingaholti og Úlfarsárdal.
Markmiðið er að ná til þeirra barna sem ekki eru félagslega virk vegna tölvunotkunar og hafa ekki verið að stunda skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf. Með rafíþróttum verður leitast við að efla félagsfærni barna, efla sjálfsmyndina þeirra og stuðla að heilbrigðum lífstíl. Það helst oft í hendur, þegar börn einangra sig félagslega að það verður skortur á hreyfingu og heilbrigðu líferni. Mikilvægt verkefni þjálfarana er að upplýsa klúbbmeðlimi um mikilvægi heilbrigðs lífstíls. Verkefni þjálfarans er að fræða liðið sitt um þann ágóða sem að hreyfing, hollt mataræði og góður svefn hefur á þau og hvernig þau geta náð lengra í rafíþróttum og í einkalífinu með því að tileinka sér heilbrigðari lífstíl. Við erum þá ekki aðeins að takast á við félagslega einangrun heldur einnig hvatning til þess að stunda heilbrigt líferni, til þess að vera besta útgáfan af sér.