Félagsfærni, Sjálfsefling

Réttindi barna á Íslandi

Leikskólarnir Ævintýraborg Eggertsgötu, Gullborg, Laugasól, Vinagerði, Ævintýraborg Nauthólsvegi í samstarfi við UNICEF og Háskóla Íslands vinna saman að verkefninu. Markmið þess er að innleiða ákvæði Barnasáttmálans á markvissan hátt í starfshætti fimm leikskóla í samstarfi við UNICEF og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Tilgangurinn er að valdefla börnin, hlusta á hugmyndir þeirra og sjónarmið og stuðla að því að þau verði raunverulegir áhrifavaldar í leikskólanum. Markmiðin endurspegla áherslu Menntastefnu Reykjavíkurborgar á að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs (Reykjavíkurborg, 2019). Gengið er út frá því að börn séu sérfræðingar í lífi sínu, geti myndað sér skoðanir á málefnum sem þau varða, látið þær í ljós og haft áhrif á daglegt líf sitt. Ávinningur fyrir börn í leikskólum er að starfshættir í leikskólunum taki mið af Barnasáttmálanum og að börnin fái tækifæri til að vera sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og sífelldri þróun.

Verkefnastjóri er Kristín Petrína Pétursdóttir.

Verkefnið hlaut 4.000.000 kr. styrk úr B-hluta þróunarsjóðar 2022-2023.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Sjálfsefling
Starfsstaður Leikskóli
Skólaár 2022-2023
Viðfangsefni Virkni barna og þátttaka, sjálfsefling,fagmennska og samstarf, sjálfsefling, félagsfærni
Scroll to Top
Scroll to Top