Vaxandi er verkefni sem gengur út á að valdefla börn og unglinga með innleiðingu á hæfniþáttum í menntastefnu Reykjavíkurborgar, auka fagmennsku í frístundastarfi, minnka streitu hjá börnum, unglingum og starfsmönnum og auka samstarf milli fagaðila. Það gerum við með því að fá markvissa innlögn og aðstoða við að innleiða þætti menntastefnunnar með því að fá fræðslu og ráðgjöf frá Menntavísindasviði HÍ.
Með því að mennta og fræða alla starfsmenn og gefa þeim kost á að búa sjálf til verkfæri til að valdefla og styrkja börnin út frá gagnreyndum aðferðum sjáum við fyrir okkur að færa frístundastarfið yfir á næsta plan og auka þannig virðingu og þekkingu á óformlegri menntun í samfélaginu.
Tjörnin Frístundamiðstöð leiðir verkefnið í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Núvitundarsetrið. Auk þeirra taka félagsmiðstöðvarnar Frosti , 105, 100og1, Gleðibankinn, Hofið, Hinsegin félagsmiðstöð samtakanna 78 og Tjarnarinnar og frístundaheimilin Frostheimar, Undraland, Selið, Skýjaborgir, Eldflaugin, Halastjarnan og Draumaland virkan þátt í verkefninu.
Skólaárið 2020-2021 fékk verkefnið 4.000.000 kr. í styrk.