Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Verið velkomin í hverfið okkar – Viltu tala íslensku við mig?

Markmið þessa verkefnis er að efla kennslu og þverfaglega umgjörð í kringum nemendur með íslensku sem annað mál, ekki eingöngu með íslenskukennslu heldur með því að styrkja félagsfærni, sjálfsmynd og sjálfstraust þeirra í skólasamfélaginu. Helsta áskorunin er að taka upp nýjar kennsluaðferðir sem efla til muna tjáningarfærni, námsorðaforða og orðaforða í skólasamfélaginu hjá nemendum með íslensku sem annað mál.

Verkefnið er samstarfsverkefni Húsakóla, Foldaskóla, Engjaskóla, Hamraskóla, Rimaskóla, Klébergsskóla, Borgaskóla, Víkurskóla og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Skólaárið 2020-2021 fékk verkefnið 6.500.000 kr. í styrk.
Skólaárið 2021-2022 fékk verkefnið 4.000.000 kr. í styrk.
Skólaárið 2022-2023 fékk verkefnið 4.000.000 kr. í styrk

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Starfsstaður Grunnskóli
Skólaár 2020-2021
Viðfangsefni Læsi, félagsfærni, sjálfsefling, sköpun, fagmennska og samstarf og Virkni barna og þátttaka
  • Kynning á verkefninu - tekið upp fyrir menntastefnumót maí 2021

  • Viltu tala íslensku við mig? - Frábært myndband búið til fyrir dag íslenskrar tungu 2020

Scroll to Top
Scroll to Top