Samstarfsverkefni tveggja leikskóla; Bjartahlíðar og Stakkaborgar og Háskóla Íslands.
Markmið verkefnisins er að búa til fimm vísindaleiki um varma og hitastig.
Vísindaleikir efla náttúru og vísindalæsi barna og þar með skilning þeirra á umhverfi sínu. jafnfram hefur það sýnt sig að þátttaka í verkefnunum fjölgar þeim möguleikum sem börn nýta sér í skapandi starfi.
Ávinningur leikskólabarna yrði aukin fjölbreytni í verkefnum á sviði náttúrufræða og vísinda og hvatar til að vera virkir þátttakendur við uppbyggingu eigin þekkingar á þeim sviðum.
Ávinningur leikskólakennara er efni sem nýta má til að vinna með börnum, aukin þekking og aukið sjálfstraust til að takast á við náttúruvísindaleg viðfangsefni í starfi með börnum. Afurðir verkefnisins verða lýsingar á fimm Vísindaleikjum um varma og hitastig ásamt með skýrslu um árangur verkefnisins.
Skólaárið 2019-2020 fékk verkefnið 1.000.000 kr. í styrk.