Listasafn Reykjavíkur kynnir í samstarfi við listamanninn Krassasig nýja fræðsluþætti um samtímalist – A BRA KA DA BRA!
Þættirnir eru unnir í tengslum við nýjan fræðsluvef Listasafns Reykjavíkur A Bra Ka Da Bra og sýninguna Abrakadabra – töfrar samtímalistar í Hafnarhúsi.
Abrakadabra er nýtt svæði á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur sem verður áfram aðgengilegt. Þar er að finna fróðleik sem eflir hugtakaskilning og menningarlæsi og hentar vel til kennslu og til að grúska í samtímalist.
Við kynnumst töfrum samtímalistar á þessari skemmtilegu sýningu fyrir alla sem vilja sjá ný og spennandi verk eftir núlifandi listamenn. Í verkunum má sjá fjölbreytileika listarinnar, þau höfða til ímyndunaraflsins og skynfæranna. Í þeim er fjallað um líkamann, sjálfsmyndina, náttúruna, samfélagið og ótal margt fleira.