Einstaklega áhrifarík mynd sem fjallar um konur á einhverfurófi, líf þeirra og reynslu. Stúlkur fá oft greiningu seint og það hefur neikvæð áhrif á heilsu, líðan og lífsgæði. Því vekur myndin fólk til umhugsunar um kynjað greiningarkerfi og brýtur niður staðalmyndir af fólki á einhverfurófinu.
