Félagsfærni

Allir vinir – forvarnir gegn einelti

Verkefnið Allir vinir hvílir á þremur grundvallarþáttum; félagsfærni, vináttu og samvinnu og miðar að forvörnum gegn einelti.

Kennarar geta lagt fyrir nemendur könnunarpróf til að meta félagslega stöðu einstaklinga og hópsins sem heildar. Einstaklingsvinnan gengur út á að styrkja jákvæða hegðun og börnin sjálf sem einstaklinga, ásamt því að breyta neikvæðri hegðun eða þeirri hegðun sem skemmir fyrir félagslega. Í vinnunni með hópinn er áhersla á samvinnu, kurteisi, hjálpsemi, umhyggju, vináttu, tillitsemi, umburðarlyndi og fleiri atriði í þessum dúr.

Höfundur efnisins er Vanda Sigurgeirsdóttir.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni
Gerð efnis Fræðilegt, Verkefni
Markhópur 4-12 ára börn.
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Forvarnir, Sjálfsmynd, Sjálfstraust
Scroll to Top
Scroll to Top