Art EQUAL vettvangurinn er fyrir fagfólk sem starfar með ungum börnum og vill gera list og menningu aðgengilega í daglegu lífi þeirra. Samstarfsvettvangurinn á að hvetja og hjálpa kennurum ungra barna við að samþætt list og menningu í fagstarfið þannig að öll börn njóti jafnræðis. Einnig stuðlar Art EQUAL að samvinnu og samtali milli starfsfólks menningarstofnana og starfsfólks menntastofnana.
Markmið samvinnunnar er að skapa grunn að nýjum hugmyndum og sýn á það hvernig vinna má að listrænum og fagurfræðilegum aðferðum í daglegu starfi með börnum.
Art EQUAL vettvangurinn býður upp á kveikjur, góð ráð og dæmi fyrir leik- og grunnskólakennara eða allt sem þarf til að hefja samstarf við listamenn og menningarstofnanir