Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Austur-Vestur sköpunarsmiðjur

Á þessari heimasíðu er haldið utan um þróunarverkefnið  Austur-Vestur-sköpunarsmiðjur sem er samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla.

Hugmyndin um sköpunarsmiðju byggir á því að efla sköpun og hæfni á 21. öld. Í sköpunarsmiðju hafa kennara og nemendur aðgang að margs konar efniviði og kennslugögnum sem auðveldar skólum að koma til móts við fjölbreyttan nemendahóp með nýjum og skapandi leiðum. Nemendur fá tækifæri til að uppgötva og nýta hæfileika sína betur í fjölbreyttum viðfangsefnum sem eykur færni þeirra í sjálfstæðri verkefnavinnu og lausnaleit.

Áhersla er lögð á lykilhæfni sem er skapandi hugsun og frumkvæði, nýting þekkingu og leikni, hæfni nemenda til að vinna sjálfstætt, í samvinnu við aðra og undir leiðsögn, hæfni nemenda til að nýta margvíslega miðla í þekkingarleit og hæfni nemenda til að bera ábyrgð á eigin námi. Einnig er lögð áhersla á að nýta stafræna tækni og veita nemendum fjölbreytt tækifæri til sköpunar og tjáningar. Unnið er að verkefnum sem tengjast, hönnun og nýsköpun, forritun, stærðfræði, tungumálum, listsköpun og þemavinnu.

Sköpunarsmiðja á að tengja skólastarfið enn frekar við samfélagið og gefa nemendum tækifæri til að kynnast mismunandi fyrirtækjum á sviði nýsköpunar og hugvits þannig að nemendur geri sér betur grein fyrir þeim möguleikum sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Auka þarf áhuga nemenda í íslenskum skólum og þá ekki síst stúlkna á upplýsingatækni, hugviti og verklegum greinum. Sköpunarsmiðjur snúast um hugarfar og tilgang verkefna, um að læra af mistökum og að læra að vinna eftir ákveðnu hönnunarferli.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis Ítarefni, Kveikjur, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur 6-16 ára og starfsfólk.
Viðfangsefni Nýsköpun, Samvinna, Sköpun og menning, Skapandi ferli, Skapandi hugsun, Upplýsingatækni í skólastarfi, breyttir kennsluhættir, samþætting, sköpunarver
  • https://sites.google.com/rvkskolar.is/austurvestur/

Scroll to Top