
💙✨🦢 Barnamenningarhátíð í Reykjavík var haldin 23. – 28. apríl 2024. Eins og síðastliðin ár var lag hátíðarinnar unnið í samstarfi við börn í 4. bekk grunnskólanna í Reykjavík. Þetta árið var þema hátíðarinnar lýðræði þar sem íslenska lýðveldið varð 80 ára. Börn 4. bekkjar unnu verkefni með sínum kennurum og voru hugmyndir þeirra og svör send til hljómsveitarinnar sem vann lag Barnamenningarhátíðar upp úr vinnu þeirra. Að þessu sinni var það hin kyngimagnaða hljómsveit Celebs sem samdi lagið út frá hugmyndum barnanna. (verkefnið og lagið er að finna hér að neðan) 🦢✨💙