Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Barnamenningarhátíð í Reykjavík

Þessi einstaka þátttökuhátíð spannar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu.

Leiðarljós Barnamenningarhátíðar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.​

Borgin öll er vettvangur hátíðarinnar og er boðið upp á fjölbreytta viðburði í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, í Hörpu og í lista- og menningarstofnunum borgarinnar. Hátíðin fer fram í apríl ár hvert og er  hægt er að sækja um styrki fyrir viðburðum frá nóvember til janúar.

 

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis Kveikjur, Verkefni
Markhópur Börn frá 9 -16 ára og starfsfólk.
Viðfangsefni Barnamenning, Nýsköpun, Samvinna, Sköpun og menning, Skapandi ferli, Skapandi hugsun
Scroll to Top