Myndband þar sem fjallað er um netofbeldi og mikilvægi þess að segja frá því.
Í myndbandinu ræðirÆvar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, við áhorfendur um ofbeldi og mismunandi birtingarmyndir þess. Hann segir einnig frá UNICEF og helstu verkefnum þess og að öll börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi bæði samkvæmt Barnasáttmálanum og samkvæmt íslenskum lögum. Börn á Íslandi eru ekki alveg óhult fyrir ofbeldi það á sér því miður stað á ýmsum stöðum svo sem á heimilum, í skólastarfi og íþróttastarfi. Ofbeldi er ekki alltaf sýnilegt. Myndbandið er um 10 mínútur að lengd.