Sjálfsefling, Sköpun

Biophilia – menntaverkefni

Biophilia menntaverkefnið byggir á samnefndu listaverki og hugmyndafræði Bjarkar Guðmundsdóttur, þar sem sköpunargáfan er virkjuð sem kennslu- og rannsóknarverkfæri. Tónlist, tækni og náttúruvísindi eru tengd saman á nýstárlegan hátt og nemendum gefinn kostur á frjálsri sköpun. Áhersla er lögð á að styrkja nemendur í sjálfstæðri hugsun og efla sjálfstraust þeirra með virkri þátttöku, tilraunum, leik og sköpun. Verkefnið er tilraun til þess að brjóta upp hefðbundið kennsluform með þverfaglegri nálgun og spjaldtölvum, þar sem jafnt kennarar sem nemendur kanna nýjar slóðir. Á vefsvæðinu eru ráð og leiðbeiningar fyrir kennara sem vilja nýta sér aðferðafræði, tækni og öpp Biophiliu-verkefnisins. 

Tenging við menntastefnu Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis Kveikjur, Myndbönd, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur Börn frá 9 -16 ára og starfsfólk.
Viðfangsefni Sköpun, tónlist, samþætting námsgreina, upplýsingatækni.
Scroll to Top
Scroll to Top