Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Bókagerðarklúbbur

Ánægjulegt er að búa til bækur um allt milli himins og jarðar sem hægt er að hafa aðgengilegt fyrir börn, starfsmenn og foreldra frístundaheimilsins.

Bókagerðarklúbbur 

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis Ítarefni, Kveikjur, Myndbönd, Vefsvæði
Markhópur 4-16 ára börn.
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Barnamenning, Íslenska sem annað mál, Lestur og bókmenntir, Læsi og samskipti, Ritun og málfræði, Samskipti, Samvinna, Sjálfsmynd, Sjálfstraust, Sköpun og menning. Skapandi ferli, Skapandi hugsun, Styrkleikar, Talað mál, hlustun og áhorf, Umræður. Frístundalæsi.
  • Til eru ótal leiðir til þess að búa til bækur með börnum og er hægt að nota fjölbreyttan efnivið. Það getur til dæmis verið skemmtilegt að taka myndir skrifa bók um þegar frístundaheimilið stendur fyrir viðburðum eða þegar farið er í vettvangsferð. Tilvalið er að koma þessum bókum fyrir í lestrarhorni svo börnin hafi aðgengi að sínu eigin sköpunarverki. Einnig er gaman að nota smáforritið Book Creator til þess að búa til rafbækur.

    Gott er að byrja á því að ákveða um hvað bókin á að vera í samráði við börnin. Hægt er að setja texta, hljóð og myndbönd inn í rafbókina og því getur efnið verið mjög fjölbreytt. Þegar búið er að ákveða um hvað rafbókin á að vera er hægt að byrja á því að setja bókina upp, skrifa textann og safna saman efni í bókina. Hægt er að setja efnið inn jafnóðum eða byrja á því að safna öllu efninu saman sem nota á í bókina og setja hana síðan upp. Í lok Bókagerðarklúbbsins er hægt að fá börnin til að setjast saman í hring þar sem þau sýna bækurnar sínar og segja frá innihaldinu.

Scroll to Top