Félagsfærni, Sjálfsefling

Borgaravitund og lýðræði

Á vef Menntamálastofnunar má finn fjölbreytt námsefni sem nýta má til að vekja börn til umhugsunar um borgaravitund, lýðræði og lýðræðislega þátttöku.

Með fræðslu um borgaravitund er leitast við að hjálpa börnum að vera virkir þjóðfélagsþegnar og taka ábyrgar ákvarðarnir í samfélagi sínu.

Þátttaka er lykillinn að því að stuðla að og styrkja lýðræðislega menningu sem byggist á vitund um og fylgi við ákveðin grundvallargildi eins og mannréttindi, frelsi og jöfnuð og ákvæði laga.

Í fræðslu um lýðræði og borgaravitund þarf að leggja áherslu á reynslu einstaklingsins og leita að leiðum sem stuðla að þróun samfélags þar sem lögð er áhersla á heiðarleg og opin samskipti. Fræðslan þarf m.a. að snúast um einstaklinginn og samskipti hans við aðra, hvernig sjálfsvitund einstaklings og hóps er og verður til og þær aðstæður sem skapast þegar fólk býr í samfélagi. Lögð er áhersla á að skapa tækifæri til að afla sér þekkingar allt lífið og miðla þekkingu, færni og viðhorfum og gildum sem tengjast lýðræðilegum grundvallaratriðum.

Hvatt er til náms í bæði formlegu og óformlegu námsumhverfi.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Sjálfsefling
Gerð efnis Kveikjur, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur Börn frá 9 -16 ára.
Viðfangsefni Lýðræði og mannréttindi
  • Lifað í lýðræði

    Hlekkur á flettibók - Lifað í lýðræðiÍ ritinu Lifað í lýðræði – MLB/MRM kennsluáætlanir fyrir efri bekki grunnskóla eru níu kaflar þar sem fjallað er um Menntun til lýðræðislegrar borgaravitundar (skammst. MLB) og mannréttindamenntun (skammst. MRM).

    Kaflarnir eru ætlaðir nemendum í efri bekkjum grunnskóla og tekur hver þeirra til fjögurra kennslustunda. Hver kafli fjallar um lykilhugtak á sviði MLB eða MRM: sjálfsmynd– frelsi – ábyrgð – ágreining– samskipti – fjölhyggju – lög og reglur – jafnrétti – stjórnarfar.

  • Uppvöxtur í lýðræði

    Hlekkur á rafbók - Uppvöxtur í lýðræðiÍ ritinu Uppvöxtur í lýðræði er að finna kennsluáætlanir um lýðræðislega borgaravitund og mannréttindi fyrir miðstig grunnskóla.

    Handbókin er ætluð kennurum sem vilja flétta menntun til lýðræðislegrar borgaravitundar (MLB) og mannréttindamenntun (MRM) inn í daglega kennslu almennra námsgreina. Níu kaflar, hver með fjórum kennsluáætlunum, innihalda nákvæmar leiðbeiningar og dreifiblöð handa nemendum eru til ljósritunar. Einnig fylgir ítarefni fyrir kennara. Handbókin í heild inniheldur námsefni heils skólaárs nemenda á miðstigi grunnskóla (í 5. til 7. bekk) en þar sem hver kafli er einnig sjálfstæð heild er hægt að nota bókina á ýmsan annan hátt. Hún hentar því einnig fyrir ritstjóra námsbóka, námsefnishöfunda, æfingakennara, kennaranema og byrjendur í kennslu.

  • Hvað heldur þú?

    Hlekkur á rafbókina - Hvað heldur þúÞessu námsefni ætlað að skapa vettvang fyrir nemendur og kennara til að ástunda gagnrýna hugsun. Námsefnið kynnir ákveðin tæki til sögunnar í þessum tilgangi en gagnrýnin hugsun sprettur samt ekki fram nema kennarinn hafi einbeittan vilja til að hleypa henni að. Gagnrýnin hugsun felst ekki bara í tæknilegum hugarþrautum eða rökleikni heldur líka í ákveðnu hugarfari.

    Verkefnin í Hvað heldur þú? þjálfa báða þessa þætti og þeim er raðað niður þannig að nemendur séu smám saman leiddir inn í opnara hugarfar, dýpri ígrundun og flóknari rökleikni. Í efninu er sérstök áhersla lögð á að setja fram verkefni þar sem unnið er með lykilhæfnina gagnrýna og skapandi hugsun eins og hún er skilgreind í aðalnámskrá grunnskóla 2011/2013. Verkefnin miða á ýmsan hátt að því að unnið sé með grunnþætti menntunar í fjölbreyttu samhengi.

  • Litli-Kompás - handbók um mannréttindamenntun

    Hlekkur á Litla Kompás - handbók um mannréttindamenntun fyrir börnLitli-kompás er handbók um mannréttindamenntun fyrir börn sem nýtist kennurum og öðrum sem vinna með börnum á aldrinum 6-12 ára. Í handbókinni er fjallað um lykilhugtök á sviði mannréttinda og réttinda barna. Kjarni bókarinnar er 40 fjölbreytt verkefni sem byggjast á virkum kennsluaðferðum og er ætlað að hvetja og örva áhuga og vitund barna um mannréttindi í eigin umhverfi. Verkefnin eiga ennfremur að þroska gagnrýna hugsun, ábyrgð og réttlætiskennd og stuðla að því að börn læri að grípa til aðgerða og leggja sitt af mörkum til hagsbóta fyrir skólann sinn og samfélagið. Auk þess er í bókinni fræðileg umfjöllun um þrettán lykilatriði mannréttinda, svo sem lýðræði, borgaravitund, kynjajafnrétti, umhverfismál, fjölmiðla og ofbeldi.

  • Kompás – handbók um mannréttindafræðslu og mannréttindamenntun

    Hlekkur á vefútgáfu af Kompás - handbók um mannréttingafræðslu fyrir ungt fólkVefútgáfa af Kompás sem er handbók um mannréttindafræðslu og -menntun, ætluð æskulýðsleiðtogum, kennurum og öðrum sem vinna með ungu fólki  á aldrinum 12-25 ára sem fagaðilar eða áhugafólk.

    Handbókin hefur að geyma raunhæfar hugmyndir og hagnýt verkefni sem ætluð er að virkja og vekja jákvæða vitund ungs fólks um mannréttindi og fá það til að vinna í þágu mannréttinda á sinn eigin hátt, í sínu samfélagi.

    Kompás spannar vítt svið mannréttinda og efnistökin taka mið af áherslu á jafnrétti og mannlega reisn þar sem litið er til mannauðsins sem býr í ungu fólki.

    Handbókin var þróuð af þverfaglegu og þvermenningarlegu teymi fagfólks. Hún er m.a. byggð á hugmyndum um reynslunám þar sem áhersla er á nemendur, umhverfi þeirra og vangaveltur.

  • Verum virk – félagsstarf, fundir og framkoma

    Hlekkur á vef menntmálastofunar - upplýsingar um bókina Verum virkÍ þessari bók sem ætluð er nemendum á unglingastigi er að finna fróðleik og hagnýt verkefni um ýmislegt sem snýr að þátttöku í félagsmálum, fundarsköpum og framkomu. Bókin skiptist í níu kafla. Verkefnum í lok hvers kafla er ætlað að gæða efnið lífi og setja það í samhengi við reynsluheim ungs fólks.

Scroll to Top