Á vef Menntamálastofnunar má finn fjölbreytt námsefni sem nýta má til að vekja börn til umhugsunar um borgaravitund, lýðræði og lýðræðislega þátttöku.
Með fræðslu um borgaravitund er leitast við að hjálpa börnum að vera virkir þjóðfélagsþegnar og taka ábyrgar ákvarðarnir í samfélagi sínu.
Þátttaka er lykillinn að því að stuðla að og styrkja lýðræðislega menningu sem byggist á vitund um og fylgi við ákveðin grundvallargildi eins og mannréttindi, frelsi og jöfnuð og ákvæði laga.
Í fræðslu um lýðræði og borgaravitund þarf að leggja áherslu á reynslu einstaklingsins og leita að leiðum sem stuðla að þróun samfélags þar sem lögð er áhersla á heiðarleg og opin samskipti. Fræðslan þarf m.a. að snúast um einstaklinginn og samskipti hans við aðra, hvernig sjálfsvitund einstaklings og hóps er og verður til og þær aðstæður sem skapast þegar fólk býr í samfélagi. Lögð er áhersla á að skapa tækifæri til að afla sér þekkingar allt lífið og miðla þekkingu, færni og viðhorfum og gildum sem tengjast lýðræðislegum grundvallaratriðum.
Hvatt er til náms í bæði formlegu og óformlegu námsumhverfi.