Heilbrigði

Draumur í dós – Áhrif orkudrykkja á líkama og svefn

Orkudrykkir hafa á sér ákveðna glansmynd og í markaðssetningu er gefið í skyn að þeir auki snerpu, styrk og vitsmuni. Er eitthvað til í því? Hvað eru orkudrykkir og er allt í lagi fyrir unglinga að drekka þá? Í myndböndunum Draumur í dós er fjallað um áhrif orkudrykkja á heilsu unglinga og leiðir gefnar til að auka orku, án orkudrykkja.

Þetta efni er framleitt af UngRÚV  í samstarfi við Láru G. Sigurðardóttur, lækni og doktor í lýðheilsufræðum og fleiri sérfræðinga í heilbrigðisstörfum. Bragi Valdimar Skúlason stílfærði textann, Sigrún Hreins teiknaði, hannaði og leikstýrði, Helga Braga les inn.

Tenging við menntastefnu Heilbrigði
Gerð efnis Kveikjur, Myndbönd, Verkefni
Markhópur 13-16 ára og starfsfólk.
Viðfangsefni Heilbrigði, svefn, lýðheilsa
Scroll to Top
Scroll to Top