Eitt líf stendur fyrir ýmsum fræðslu-, forvarnar- og vitundarvakningar-verkefnum. Stofnað var til verkefnisins í minningu Einars Darra með það að markmiði að sporna við og draga úr misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og notkun annarra ávana- og fíkniefna.
Á heimasíðu verkefnisins er m.a. leitarvél af úrræðum þegar vandasöm mál ber að garði sem tengjast geðheilbrigði, fíkn, ofbeldi, kynheilbrigði, félagsmálum eða fráfalli ástvinar.
Úrræðaleitarvélin leyfir fólki að setja inn leitarskilyrði til þess að fá ítarlegri úthlutun úrræða sem gætu hentað fyrir viðkomandi. Breytur sem má helst nefna eru aldur, kyn, staðsetning og við hvers kyns vanda. Eitt líf bjóða einnig upp á forvarnarfyrirlestra fyrir foreldrar og aðra fullorðna sem vinna með börnum og ungmennum.