Sjálfsefling, Sköpun

Eru þið perluvinir?

Tenging við menntastefnu Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis Kveikjur, Verkefni
Markhópur Börn á grunnskólaaldri
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Sjálfsmynd, Sjálfstraust, Skapandi ferli, Skapandi hugsun
  • 👆 Smelltu á myndina til að sjá hana stærri 👆

    Hvernig er stemningin í bekknum eða skólanum? Ein aðferð til að athuga það er að búa til gagna-list. Þá er haldin vinnustofa þar sem nemendur svara spurningum óbeint með því að velja perlur (sem dæmi, má líka alveg velja aðra hluti) og sjá svo heildina þegar allar perlurnar eru lagðar saman. Þá má sjá hversu margar perlur af ákveðnum litum birtast og lesa þá út úr því. Sumum finnst auðveldara að svara erfiðum spurningum einlægt á þennan hátt. Það þarf ekki endilega að nota perlur til að gera svona stöðukönnun, það væri t.d. hægt að nota strauperlur, liti, límmiðadoppur, post-it miða eða gera klippimyndir sem tákna mismunandi svör við spurningunum. Á myndinni eru dæmi um nokkrar spurningar sem hægt væri að spyrja.

    • Mér líður oftast vel í skólanum: já/nei
    • Hvað á ég marga mjög góða vini: 1/2/3/4 perlur
    • Ég veit til hvers ég get leitað þegar mér líður illa: já/nei
    • Ég á vin í bekknum: já/nei
    • Mér finnst ég hæfileikarík/ur/t: já/nei
    • Mér finnst gaman að lesa: já/nei – í frímínútum er ég oft einmana: já/nei.

    Útkoman úr svona vinnustofu er það sem er kallað data-art eða gagnalist. Dæmi um svona gagna-list má sjá á http://www.emblav.com/#/data-art/

Scroll to Top