Á heimasíðu Hofsstaðaskóla er miðlað verkefnum í félagsfærni sem allir geta nýtt sér. Hofsstaðaskóli notar verkefnin til að efla félagsfærni nemenda og má breyta þeim og aðlaga aðstæðum hverju sinni. Þetta eru myndræn verkefni sem henta vel til að vinna með sjálfsmynd barna, styrkja þau og styðja. Þau hjálpa þeim að lesa í umhverfi sitt, fara eftir fyrirmælum og setja sér mörk. Verkefnin hafa verið unnin með 6-12 ára börnum í Hofsstaðaskóla.
Félagsfærni
Félagsfærni í Hofsstaðaskóla
Tenging við menntastefnu
Félagsfærni
Gerð efnis
Verkefni
Markhópur
6-12 ára börn.
Viðfangsefni
Samskipti og samvinna, sjálfsmynd.
-
Félagsfærnisögur
Félagsfærnisögur eru hjálpartæki fyrir einstaklinga til að efla færni þeirra í félagslegum aðstæðum. Sagan er aðlöguð að þeim einstaklingi sem hún á að höfða til. Hver saga byggir á nákvæmum upplýsingum um einstaklinginn og þeim afmarkaða þætti / þáttum sem á að vinna með. Á síðu Hofsstaðaskóla er að finna félagsfærnisögur er varða:
-
Félagsfærniverkefni
Með hópleikum og verkefnum sem styrkja sjálfsmynd, samvinnu og vináttu er hægt er að bæta félagsfærni nemenda. Hér má finna verkefni sem hægt er að vinna með hóp nemenda og einstaklingslega. Verkefnunum er skipt í þrjá flokka (sjálfsmynd, samvinna og vinátta), eftir því hvaða tilgangi þau gegna og hver markmiðin með verkefnunum eru.
-
Samningar og umbunarkerfi