Spurningar um femínisma sem hægt er að nýta í kynjafræðslu.
Femínísk verkefni
-
Umfjöllun og úrvinnsla á femínisma
1. Hvað er femínismi? (Nota heimildir)
2. Hverjir eru helstu fordómar gegn femínistum? Hér er gott að hafa vísun í orðræðu eða umræðu sem þið þekkið, úr ykkar umhverfi eða jafningjahópi.
3. Af hverju ættir þú að vera femínisti/ eða af hverju ættirðu ekki að vera femínisti?
4. Hvað er mikilvægt í baráttu kynjanna?
5. „Plot-twist“ – þið ætlið að vera með einhvern aktívisma hér, taka fyrir málefni sem ykkur finnst áhugavert. Eitt plakat sem sýnir eitthvað ójafnrétti sem ykkur finnst mikilvægt.
Orðræðugreina femínsk málefni og femínisma
Finna fréttir um femínisma og andfemínimsa í eftirfarandi málefnum. Nemendur vinna 2-3 í hóp og hver hópur finnur 2 dæmi um femíníska frétt um málefnið sitt og 2 andfemíniskar1. Stjórnmál – orðræða um stjórnmálakonur. Er talað á ólíkan hátt um konur og karla í stjórnmálum?
2. Stjórnmál – Er munur á málefnum kvenna og karla á Alþingi?
3. Vinnumarkaður – launamál einstaklinga og stétta (hópa)
4. Vinnumarkaður – stöðuveitingar – hverjir stjórna íslenskum fyrirtækjum?
5. Vinnumarkaður – kynjaskekkjur í starfsvali
6. Kynferðisleg áreitni – #metoo
7. Kynferðisofbeldi – Þjóðhátíð í Eyjum
8. Femínískir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum – Sóley Tómasar og Hildur Lilliendahl