Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

Fjölmenning og inngilding í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Á vefsíðu Æskulýðsvettvangsins má finna verkfæri fyrir þau sem vinna með börnum og unglingum til að vinna með fjölmenningu á inngildandi hátt. Á vefsíðunni má finna ýmis verkfæri eins og hugtakasafn, gátlista og viðbragðsáætlun við fordómum, kynþáttaníði og mismunun.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis Vefsvæði
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, forvarnir, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, staðalmyndir
  • Í fjölmenningarlegu samfélagi er litið á fjölbreytileika sem sjálfsagðan hlut og lögð er áhersla á inngildingu (e. inclusion). Inngilding felur í sér að viðurkenna og virða fjölbreytileikann og gera alltaf ráð fyrir honum. Inngilding snýr að því að virkja allt fólk til þátttöku og gera fjölbreyttum hópi fólks kleift að taka þátt í ákvarðanatöku.

Scroll to Top
Scroll to Top