
Foreldraþorpið er samstarfsvettvangur átta grunnskóla í Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi um forvarnir og lýðheilsu.
Foreldraþorpið hefur staðið fyrir fræðslufundum fyrir foreldra, sent ályktanir og hvatningar til opinberra stofnanna og annarra sem koma að forvörnum barna og unglinga.
Á heimasíðu Samfok eru upptökur frá nokkrum fyrirlestrum sem Foreldraþorpið hefur staðið fyrir.