Allir búa við einhver forréttindi, en fólk er gjarnan ómeðvitað um sín eigin forréttindi, það kallast forréttindablinda. Hér má finna forréttindagátlista sem nýtast vel til að fá unglinga til að átta sig á forréttindum sínum
Í aðalnámskrá segir að kenna eigi nemendum um forréttindi og mismunun. Gátlistinn er góð leið til að fá nemendur til að hugsa um sín eigin forréttindi. Prenta má gátlistann út og hver og einn nemandi fær eitt eintak og hakar við þær fullyrðingar sem passa honum. Ekki er ætlast til að nemendur skili sínu blaði inn, það er hugsað fyrst og fremst fyrir nemandann til umhugsunar. Í kjölfarið er hægt að bjóða upp á ýmiskonar samræður t.d. um af hverju þættir eins og kyn, uppruni, kynhneigð, líkamsgerð eða fjárhagsstaða hefur áhrif á möguleika okkar í samfélaginu og á það hvernig t.d. annað fólk kemur fram við okkur. Ræðið um völd og valdaleysi út frá forréttindum og einnig um fordóma og hversu mikilvægt það er að uppræta þá með aukinni fræðslu.