Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling

Fræðsla fyrir skólahópa í Húsdýragarðinum

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn býður upp á fjölbreytta fræðslu fyrir skólahópa á öllum skólastigum.

Leikskólar og grunnskólar Reykjavíkurborgar geta sótt fræðsluna án endurgjalds og það er í boði að sækja fræðsluna allt skólaárið.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þá fræðslu sem í boði er auk þess sem að allir aldurshópar geta komið í leiðsögn um garðinn og/eða fengið fræðslu með sérstökum áherslum í samstarfi við fræðsludeild.

Hægt er að sjá alla fræðslu sem í boði er og bóka hópa á námskeið á vef Fjölskyldu- og húsdýragarðsins

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling
Gerð efnis Ítarefni, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur Börn 1-16 ára og starfsfólk
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Lífs- og neysluvenjur, Samskipti, Samvinna, Sjálfbærni og vísindi, Styrkleikar,Útinám
  • Fræðsla fyrir leikskóla

    Húsdýrin okkar

    Öll helstu íslensku húsdýrin í má finna í Húsdýragarðinum. Á þessu námskeiði er leikskólakrökkum boðið að skoða dýrin og kynnast þeim einstaklingum sem búa í garðinum. Þar læra þau um fjölskyldugerð, nytjar og helstu einkenni dýranna. Hámarksfjöldi nemenda í hverri leiðsögn er 20 og hægt er að bóka tvo hópa í senn. Námskeiðið er um 40 mínútur.

    Hugrakkir krakkar

    Ýmis framandi dýr sem ekki finnast í íslenskri náttúru eiga heima í garðinum. Skordýr, skriðdýr og froskdýr eru kynnt fyrir krökkunum og þau fá að handfjatla einhver þeirra. Þetta námskeið hentar best fyrir elstu börnin á leikskólanum. Hámarksfjöldi í Hugrakka krakka eru 10 börn. Námskeiðið er um 40 mínútur og aðeins er hægt að bóka einn hóp í einu.

    Almenn og sérsniðin leiðsögn

    Boðið er upp á almenna leiðsögn um húsdýr, villt dýr og framandi dýr í garðinum. Einnig er hægt að fá sérsniðnar leiðsagnir með áherslu á ákveðin dýr sé þess óskað. Hámarksfjöldi nemenda í hverri leiðsögn er 20 og hægt er að bóka tvo hópa í senn.

  • Námskeið fyrir yngsta stig grunnskóla

    Húsdýrin, nytjar og lifnaðarhættir

    Almennt fer kennsla um húsdýr fram í þriðja bekk grunnskóla. Því bjóðum við upp á námskeið um húsdýrin fyrir þann aldurshóp þar sem áhersla er lögð á lifnaðarhætti þeirra og nytjar. Námskeiðið er í formi leiðsagnar sem tekur um klukkustund. Hámarksfjöldi nemenda í hópi eru um 26 og hægt er að bóka um 2-3 hópa í senn.

    Almenn og sérsniðin leiðsögn

    Boðið er upp á almenna leiðsögn fyrir alla aldurshópa sem tekur um klukkustund. Ef verið er að fjalla um ákveðið viðfangsefni í skólanum, er hægt að hafa samband við fræðsludeildina og óska eftir sérhæfðri leiðsögn. Hámarksfjöldi nemenda í hópi eru um 26 og hægt er að bóka um 2-3 hópa í senn.

  • Námskeið fyrir miðstig grunnskóla

    Vinnumorgunn fyrir 6.bekk

    Á þessu námskeiði fá nemendur tækifæri til að taka þátt í umhirðu dýra, fræðast um þau og læra um landbúnaðarstörf almennt. Þetta er vinsælasta námskeiðið frá opnun garðsins. Námskeiðin fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum og hefjast kl. 07:45. Einn bekkur (hámark 24 nemendur) kemst að í hvern morgun. Bekknum er skipt í þrjá hópa og þeir fá að sinna dýrum í fjósi, fjárhúsi og villtum dýrum. Í lok leiðsagnarinnar kynna nemendur það sem þau lærðu fyrir samnemendum sínum og vinnu lýkur um 10:30.

    Dýrin og skynfærin

    Nemendur í miðstigi grunnskóla læra almennt um skynfæri dýra. Því bjóðum við upp á námskeið þar sem dýrin eru skoðuð nánar og fjallað um hvernig þau skynja umhverfi sitt. Leiðsögnin er um klukkutími og hámarksfjöldi nemenda í hópi eru um 26. Hægt er að bóka um 2-3 hópa í senn.

    Almenn og sérsniðin leiðsögn

    Boðið er upp á almenna leiðsögn fyrir alla aldurshópa sem tekur um klukkustund. Ef verið er að fjalla um ákveðið viðfangsefni í skólanum, er hægt að hafa samband við fræðsludeildina og óska eftir sérhæfðri leiðsögn. Hámarksfjöldi nemenda í hópi eru um 26 og hægt er að bóka um 2-3 hópa í senn.

  • Námskeið fyrir efsta stig í grunnskóla

    Framandi dýr

    Ýmis framandi dýr sem ekki finnast í íslenskri náttúru eiga heima í garðinum. Á þessu námskeiði eru skordýr, skriðdýr og froskdýr skoðuð nánar. Auk þess sem aðlögunarhæfni dýranna eftir mismunandi búsvæðum er kynnt. Þetta námskeið tekur 40 mínútur og hámarksfjöldi í hópi er 20. Aðeins er hægt að taka á móti einum hópi í einu.

    Villt íslensk spendýr

    Spennandi námskeið fyrir nemendur á efsta stigi í grunnskóla. Á þessu námskeiði eru lifnaðarhættir og hegðun villtra íslenskra spendýra skoðuð nánar. Námskeiðið tekur um klukkustund og hámarksfjöldi nemenda er 26. Hægt er að bóka í tvo hópa í senn.

    Almenn og sérsniðin leiðsögn
    Boðið er upp á almenna leiðsögn fyrir alla aldurshópa sem tekur um klukkustund. Ef verið er að fjalla um ákveðið viðfangsefni í skólanum, er hægt að hafa samband við fræðsludeildina og óska eftir sérhæfðri leiðsögn. Hámarksfjöldi nemenda í hópi eru um 26 og hægt er að bóka um 2-3 hópa í senn.