Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling

Fræðsla fyrir skólahópa í Húsdýragarðinum

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn (FHG) býður upp á fjölbreytta fræðslu fyrir skólahópa á öllum skólastigum.

Leikskólar og grunnskólar Reykjavíkurborgar geta sótt fræðsluna án endurgjalds og það er í boði að sækja fræðsluna allt skólaárið.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þá fræðslu sem í boði er auk þess sem að allir aldurshópar geta komið í leiðsögn um garðinn og/eða fengið fræðslu með sérstökum áherslum í samstarfi við fræðsludeild FHG.

Hægt er að sjá alla fræðslu sem í boði er og bóka hópa á námskeið á vef Fjölskyldu- og húsdýragarðsins

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling
Gerð efnis Ítarefni, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur Börn 1-16 ára og starfsfólk
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Lífs- og neysluvenjur, Samskipti, Samvinna, Sjálfbærni og vísindi, Styrkleikar,Útinám
  • Fræðsla fyrir leikskóla

    Húsdýrin okkar

    Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er að finna öll helstu húsdýr okkar Íslendinga. Leikskólanemendum stendur til boða að koma og heimsækja þau, kynnast einstaklingum sem hér búa og fræðast um fjölskyldugerð þeirra, helstu nytjar og líkamseinkenni.  Hámarksfjöldi á hvern leiðsögumann er 20 nemendur og við getum tekið á móti tveimur hópum í einu á öllum aldri.

    Hugrakkir krakkar

    Það eru ekki bara hefðbundin húsdýr sem búa í garðinum því hér er einnig að finna skordýr, froskdýr og skriðdýr. Hugrökkum krökkum stendur til boða að kynnast þeim betur og allra hugrökkustu fá að handfjatla skordýrin sem það þola. Hámarksfjöldi er 15 nemendur og einn hópur kemst að í einu.  Þetta námskeið hentar eldri nemendum leikskóla betur en þeim yngri.

  • Fræðsla fyrir yngsta stig grunnskóla

    Húsdýrin, nytjar og lifnaðarhættir

    Í flestum grunnskólum er fjallað um húsdýrin í 3. bekk. Þess vegna bjóðum við upp á dýrafræðslu fyrir þennan aldurshóp þar sem lögð er áhersla á lifnaðarhætti dýranna og nytjar okkar af þeim. Þetta námskeið sem er í leiðsagnarformi tekur klukkutíma. Hámark 26 nemendur í hóp og getum tekið 2-3 hópa í einu.

  • Fræðsla fyrir miðstig grunnskóla

    Vinnumorgun fyrir 6.bekk

    Nemendur fá tækifæri til að taka þátt í umhirðu dýranna og fá fræðslu um dýrin, landbúnaðarstörf og alls kyns verklag. Unnið er í þremur hópum: fjósi, hest- og fjárhúsi og við villtu dýrin. Í lok námskeiðisins útbúa og flytja hóparnir kynningu á sinni vinnu. Vinnumorgnar eru aðeins í boði á þriðjudögum og fimmtudögum. Nemendur mæta klukkan 07:45 og er námskeiðinu lokið um klukkan 11:00. Hámark 24 nemendur á hvern vinnumorgunn.

    Dýrin og skynfærin fyrir 7.bekk

    Á þessu námskeiði sem er á leiðsagnarformi heimsækjum við bæði villt dýr og húsdýr og veltum fyrir okkur hvernig þau skynja umhverfi sitt á mismunandi hátt. Að auki gaukum við að nemendum öðrum fróðleik um dýrin. Hámark 26 nemendur í hóp og getum tekið 2 hópa í einu.

  • Fræðsla fyrir elsta stig grunnskóla

    Framandi dýr

    Á þessu námskeiði leika skriðdýr, froskdýr og framandi skordýr aðalhlutverkið. Rætt er um vistkerfi þeirra og aðlögunarhæfni auk þess sem dýrin eru að sjálfsögðu skoðuð. Námskeiðið tekur 40 mínútur. Hámark 20 nemendur í einu. Hámark 20 nemendur í hóp og einn hópur í einu.

    Villt íslensk spendýr

    Spennandi námskeið fyrir elstu nemendur grunnskóla. Á þessu námskeiði er farið ítarlega í lifnaðarhætti og atferli villtra íslenskra spendýra. Námskeiðið tekur um klukkutíma og er í formi leiðsagnar. Hámark 26 nemendur í hóp og getum tekið 2 hópa í einu.

     

Scroll to Top
Scroll to Top