Fræðslugáttin inniheldur námsefni og bjargir sem nýtast sem stuðningur við heimanám. Á henni er að finna rafrænt námsefni Menntamálastofnunar, upplýsingar um efni á vegum RÚV og annað efni sem nýst getur skólasamfélaginu á krefjandi tímum með takmörkuðu skóla- og frístundastarfi.
Vefurinn er fyrst og fremst hugsaður sem stuðningur við kennara og skóla sem nú takast á við krefjandi aðstæður vegna takmarkana á skólahaldi. Foreldrar og nemendur eiga einnig að geta fundið efni á vefnum sem hentað getur fyrir heimanám og verkefni daglegs lífs.