Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

Fyrirlestur um ADHD

Líðan barna er mikilvægur þáttur í öllu skólastarfi og tilfinningavandi getur haft afgerandi áhrif á námsframvindu. Í þessum fyrirlestri er farið yfir hagnýtar leiðir í kennslu barna með ADHD og hvernig hægt er að auka getu þeirra til náms. Fyrirlestrinuum er ætlað að efla þekkingu kennara á ADHD röskuninni og þeim áskorunum sem henni fylgja. Fyrirlesturinn sem fyrst var fluttur á Sumarsmiðjum fyrir grunnskólakennara í ágúst 2020 er einnig afar gagnlegur öllum þeim sem starfa með börnum í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar.

Óheimilt er að nýta efni fyrirlestrana af þriðja aðila (sem hluta af öðrum námskeiðum) og glærur er óheimilt að fjölfalda og dreifa án leyfis frá höfundi.

Höfundur er:
Haukur Pálmason, sálfræðingur hjá BUGL

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis Fræðilegt, Ítarefni, Myndbönd
Markhópur Börn 1-16 ára og starfsfólk
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Forvarnir, Jafnrétti, seigla/þrautseigja, styrkleikar, Mannréttindi, Sjálfsmynd, Sjálfstraust
Scroll to Top
Scroll to Top