Kennsluefni þetta er fyrst og fremst hugsað til að kynna forritun fyrir nemendum svo og hugtök henni tengd. Efnið er ekki síður fyrir kennara sem eru að stíga sín fyrstu skref í forritun. Farið verður í undirstöðuatriði forritunar og áhersla lögð á hugtakaskilning.
Mikilvægt er að nemendur átti sig á þýðingu grunnhugtaka forritunar áður en farið er af stað í raunverulega forritunarvinnu. Í leiðbeiningum er farið í gegnum öll hugtökin og verkefnin sem fylgja. Í lokin er stutt samantekt á verkfærum sem kennarar geta nýtt sér fyrir næstu skref eða jafnvel samhliða. Þar má finna tengla inn á alls konar efni sem hægt er að nýta sér.