Á heimasíðu Mixtúru er að finna ítarlegar og góðar leiðbeiningar fyrir Google skólaumhverfið. Google skólaumhverfið er stafræna skólaumhverfi SFS. Kerfið hefur verið nýtt í skólastarfi til fjölda ára bæði innanlands og erlendis.
Því fylgir fjöldi námsforrita eins og Google Classroom þar sem kennarar búa til stafrænar kennslustofur fyrir nemendur. Kerfið hefur verið áhættumetið og metið út frá áhrifum á persónuvernd í samstarfi við lögfræðiþjónustu skóla- og frístundasviðs (SFS) og persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar.