Félagsfærni

Greining á lagatextum

Sjá hér að neðan nokkrar leiðir til að vinna með lagatexta og tónlistarmyndbönd og greina þá með nemendum í ljósi tilfinninga, samskipta og kynlífs.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni
Gerð efnis Verkefni
Markhópur 9-16 ára nemendur og starfsfólk
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Jafnrétti, Samskipti, Staðalmyndir
  • Tónlist – tilfinningar, samskipti og kynlíf

    Hægt er að skipta nemendum í litla hópa eða hafa þetta einstaklingsverkefni.

    • Hver hópur/nemandi velur sér lag (innlent eða erlent) sem fjallar á einhvern hátt um ást, ástarsorg eða kynlíf. Nemendur lesa vel textann og rýna í innihaldið. Hvað er höfundur að segja? Er einhver saga þarna á bak við og hver er hún? Hvernig birtast samskipti í laginu? Hvaða tilfinningar er verið að tjá? Hvernig birtast hlutverk kynjanna?
    • Kennari velur tvo til þrjá popplagatexta og tvo til þrjá rapptexta. Nemendur eiga í sameiningu að lesa textana og bera saman tilfinningarnar, samskiptin og söguna í textunum. Er einhver munur? Hver er helsti munurinn? Er talað á ólíkan hátt um kynin?
    • Biðjið nemendur að finna tónlistarmyndbönd þar sem fjallað er á einhvern hátt um líkama, ást, ástarsorg eða kynlíf. Hvernig eru birtingarmyndir í myndbandinu, eru allir gagnkynhneigðir? Hafa konur annað hlutverk en karlar, ef svo er hvernig þá? Eru konur öðruvísi klæddar en karlar? Hvernig er líkamstjáning fólksins? Eftir að allir hafa rýnt í verkefnið er sniðugt að ræða heildarniðurstöðurnar yfir hópinn. Nemendur geta skilað af sér skriflega eða munnlega eða hvernig svo sem kennaranum/félagsmiðstöðvar starfsmanninum dettur í hug að geti verið góð leið til að ljúka úrvinnslunni.

    Skiptið nemendum í hópa og biðjið þau að greina skilaboðin í textunum. Hverjar eru birtingarmyndir karlmennsku, kvenleika, gagnkynhneigðar eða hinseginmálefna. Hver eru hlutverk kynjanna? Hvernig er fjallað um ást? En kynlíf? Hvað finnst hópnum um boðskapinn/textann og af hverju? Biðjið hvern hóp að spila sitt lag fyrir bekkinn að loknu verkefni og segja svo frá niðurstöðum hópsins í kjölfarið. Bjóðið upp á umræður, eru hinir sammála eða ósammála, hvers vegna eða hvers vegna ekki?

    Tonight’s The Night (Gonna Be Alright)” Rod Stewart
    Stay away from my window
    Stay away from my back door too
    Disconnect the telephone line
    Relax baby and draw that blind

    Kick off your shoes and sit right down
    Loosen off that pretty French gown
    Let me pour you a good long drink
    Ooh baby don’t you hesitate cause

    Tonights the night
    It’s gonna be alright
    Cause I love you girl
    Ain’t nobody gonna stop us now

    C’mon angel my hearts on fire
    Don’t deny your man’s desire
    You’d be a fool to stop this tide
    Spread your wings and let me come inside

    Tonights the night
    It’s gonna be alright
    Cause I love you girl
    Ain’t nobody gonna stop us now

    Don’t say a word my virgin child
    Just let your inhibitions run wild
    The secret is about to unfold
    Upstairs before the night’s too old

    Tonights the night
    It’s gonna be alright
    Cause I love you woman
    Ain’t nobody gonna stop us now

Scroll to Top