Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Gróðurræktunarklúbbur

Í Gróðurræktunarklúbb fá börn tækifæri til að rækta matjurtir, plöntur eða tré undir handleiðslu starfsfólks. Þau fá aðstoð og fræðslu um hvernig eigi að rækta plöntur og jurtir svo að þær dafni vel og þeim er kennt hvernig þau geta nýtt það sem ræktað er til matargerðar.

 

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis Fræðilegt, Ítarefni, Kveikjur, Myndbönd, Vefsvæði
Markhópur 6-16 ára og starfsfólk.
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Barnasáttmálinn, Barnamenning, Forvarnir, Lífs- og neysluvenjur, Lestur og bókmenntir, Læsi og samskipti, Ritun og málfræði, Samskipti, Samvinna, Seigla/þrautseigja, Sjálfbærni og vísindi, Sjálfsmynd, Sjálfstraust, Sköpun og menning, Skapandi ferli, Skapandi hugsun, Styrkleikar, Talað mál, hlustun og áhorf, Umræður. Frístundalæsi.
  •  

    Til að byrja með eru tekin fram nokkur ílát og börnin aðstoðuð við að setja mold í þau. Því næst er fjallað um það sem á að gróðursetja og sýnt hvernig það er gert. Mikilvægt er að merkja heiti plantna og jurta og mætti til þess nota smáforritið Plöntulykilinn eða bókina um Flóru Íslands.
    Gott er að styðjast við sáðalmanak til þess að ná sem bestum árangri við gróðursetninguna. Hægt er að kynna ólíkar tegundir af plöntum og jurtum fyrir börnunum í hverjum klúbbi. Mætti þá sýna myndir og myndbönd af vaxtarferli, t.d. frá því að kartöflu er sáð og þar til hún er soðin heima og borin fram á disk. Þá er jafnvel hægt að útbúa litla ljósmyndabók um ferlið frá gróðursetningu og þar til plönturnar verða fullvaxnar og skrifa stutta lýsingu undir myndirnar.

    Hægt er að nota smáforritið Book Creator til að þess að búa til rafræna bók. Einnig getur verið fróðlegt að rölta með krakkana um nærumhverfið, skoða plöntur og greina þær. Er þá hægt að notast við smáforritið LeafSnap þar sem laufblað er skannað inn til þess að finna hvaða trjátegund það tilheyrir.

    Gott er að ræða við börnin um það hvaða plöntur megi tína upp og hverjar ekki og mikilvægi þess að bera virðingu fyrir öllum plöntum. Í hverjum klúbb er síðan hægt að gróðursetja meira, huga að því sem gróðursett hefur verið, taka ljósmyndir eða ræða um hvernig megi nýta það sem ræktað er eða matbúa annað úr náttúrunni. Til eru margar góðar uppskriftir eins og að krækiberjasaft, sem hægt væri að búa til með börnunum. Það má finna fleiri uppskriftir á vefnum Náttúran og í ýmsum matjurtabókum.

     

     

     

Scroll to Top
Scroll to Top