Í þessu myndbandi kynnir Halldóra Kristín Jónsdóttir, aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Laugó, sértækt hópastarf með unglingum í sjálfstyrkingu. Í verkefninu Hafa gaman er unnið markvisst með sjálfstyrkingu með námskeiði þar sem fjallað er um rétt sérhvers í samskiptum við aðra, kurteislega framkomu og jákvæða sálfræði.